is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19099

Titill: 
  • Leiðtogastílar verkefnastjóra tómstundamiðstöðva í Hafnarfirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessa verkefnis er að skoða hvað einkennir leiðtogastíla og leiðtogafærni verkefnastjóra tómstundamiðstöðva í Hafnarfirði. Verkefnastjórarnir vinna með börnum á aldrinum 6-16 ára. Í verkefninu er lögð megináhersla á að greina þá leiðtogastíla sem verkefnastjórarnir beita í daglegum störfum sínum. Í því samhengi var það meginmarkmið rannsóknarinnar að varpa ljósi á þá leiðtogastíla sem verkefnastjórar tómstundamiðstöðva í Hafnarfirði beita til að útfæra ábyrgð starfsins og helstu forsendur þeirra.
    Horft er til kenninga leiðtogafræða þar sem fjallað er um leiðtogahlutverkið, möguleika þess og takmarkanir. Sérstök áhersla er lögð á kenningar um þjónandi forystu og leiðtogastíla þátttökuleiðtogans, umbótaleiðtogans og djúpsæjan leiðtogastíl. Jafnframt því horfi ég til kenninga Golemans um tilfinningagreind leiðtoga. Rannsóknarspurningarnar eru þrjár: Í fyrsta lagi er spurt hvað einkennir þá leiðtogastíla sem verkefnastjórar tómstundamiðstöðva í Hafnarfirði beita í daglegum störfum sínum, í öðru lagi hvað er líkt og ólíkt með stjórnunarstílum þeirra og hverjir eru helstu áhrifavaldar og í þriðja lagi er spurt hvernig gengur að framfylgja tilgreindum leiðtogastílum.
    Í þessu skyni hef ég tekið viðtöl við alla þá sjö aðila sem eru verkefnastjórar tómstundamiðstöðva í Hafnarfirði. Í viðtölunum koma til dæmis fram starfshugmyndir þeirra, áskoranir og áherslur í starfi jafnframt því er varpað ljósi á helstu áhrifavalda þeirra stjórnunarhátta sem þeir beita. Þessir sjö aðilar eru verkefnastjórar yfir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í Hafnarfirði sem heita nú einu nafni tómstundamiðstöðvar. Rannsóknin er eigindleg og rannsóknargögnum var safnað með viðtölum við sjö verkefnastjóra í sjö tómstundamiðstöðvum sem staðsettar eru í grunnskólum Hafnarfjarðar. Af þeim voru tveir karlmenn og fimm konur. Viðtölin fóru fram á tímabilinu janúar – febrúar 2014. Viðtölin voru á bilinu 30-45 mínútur að lengd. Að hverju viðtali loknu var það afritað. Niðurstöður sýna sterk tengsl milli starfshugmynda, ábyrgðar í starfi og þeirra stjórnunarstíla sem viðmælendur beita í daglegum störfum sínum. Öll vilja þau virkja starfsfólkið sitt og geta treyst því fyrir verkefnum. Mikið er lagt upp úr góðum samskiptum við börnin og heimili þeirra. Lykilhugtök sem birtast í niðurstöðum eru samskipti, valddreifing, skipulag, vellíðan og þátttaka barna og unglinga, fyrirmynd og sjálfsþekking og hindranir og helstu áskoranir. Þannig gefa niðurstöður til kynna að verkefnastjórarnir starfi meðvitað eða ómeðvitað samkvæmt hugmyndum um þjónandi forystu og blanda saman ólíkum leiðtogastílum eftir því hver viðfangsefnin eru.

Samþykkt: 
  • 20.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Andrea María Fleckenstein kt. 1306902979.pdf526.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna