is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19103

Titill: 
 • Könnun á kennsluaðferðum í hönnun og smíði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kennsluaðferðir eru undirstöðuþáttur í allri kennslu í grunnskólum. Þær verða að vera fjölbreyttar til þess að þær skili góðum árangri og góð þekking kennara á innihaldi námsins þarf að vera til staðar. Til að námið verði árangursríkt er mikilvægt að kennarar kunni góð skil á þeim kennsluaðferðum sem þeir velja fyrir nemendur sína.
  Ritgerðin fjallar um könnun á kennsluaðferðum í hönnun og smíði. Ætlun höfundar var að skoða hvaða kennsluaðferðir eru notaðar af smíðakennurum í grunnskólum á Íslandi. Farið verður stuttlega yfir sögu hönnunar- og smíðakennslu og innihald aðalnámskrár grunnskóla skoðuð. Einnig verður fjallað um kennsluaðferðir sem notaðar voru við upphaf smíðagreinarinnar og áherslur aðalnámskrár grunnskóla kannaðar. Að lokum verður fjallað um rannsóknina sjálfa.
  Könnunin var megindleg rannsókn sem tók til 101 hönnunar- og smíðakennara í grunnskólum á Íslandi. Markmið hennar var að kanna helstu kennsluaðferðir sem notaðar eru í námsgreininni hönnun og smíði og athuga hvort kennarar styðjist við aðalnámskrá grunnskóla fyrir hönnun og smíði í kennslu sinni.
  Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna að hönnunar- og smíðakennarar nota mest beinar kennsluaðferðir í starfi sínu svo sem innlagnir, útskýringar og samræður við nemendur. Þeir eru sáttir við kennsluaðferðir sínar og vilja helst ekki breyta miklu. Þeir gætu samt hugsað sér að notast meira við útikennslu, vettvangsferðir og upplýsingatækni í kennslu sinni. Kennarar eru jafnframt duglegir að nota aðalnámskrána við undirbúning kennslu en styðjast helst við hana að hausti þegar vetrarstarfið er undirbúið.

Samþykkt: 
 • 20.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Könnun á kennsluaðferðum í hönnun og smíði 2014.pdf964.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna