is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Doktorsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19105

Titill: 
 • Titill er á ensku The Convergence Process. A public participatory pathway for societies to sustainability and social equity
 • Samleiðniferlið, með áherslu á þátttökulýðræði, sjálfbærni og félagslegt jafnrétti
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation describes a transdisciplinary research project undertaken at the University of Iceland in 2009 to 2013, that focused upon the creation and testing of a public participatory process through which individual communities can take steps towards sustainability and social equity within Earth’s boundaries.
  If the United Nations’ prediction of more than nine billion people in 2050 is realized, and if a large number of those people aspire to today’s Western lifestyles with larger than sustainable ecological footprints, then humanity as a whole faces an enormous dilemma. Earth cannot support that many people living unsustainably, and the growing pressure on current mechanisms for the allocation and management of resources leads to an increasingly ‘unfair’ planet. As we only have one Earth, a possible solution to this dilemma might be to change the way resources are divided between nations, communities and individuals, towards new processes of management and allocation that are fair and within biological planetary limits. This dissertation describes the creation and testing of the Convergence Process; a collection of principles, tools and methods meant to aid communities in moving down the path to sustainability and social equity, while keeping in mind our planet’s biophysical boundaries.
  The process consists of a systems approach and organized public participatory World Café-style workshops, where systems analysis is applied when carefully selected local citizens draw causal loop diagrams of a chosen system. The idea is that those who live with the system collectively know it better than others, and can therefore draw forth solutions unpredictable to outsiders. By using the Convergence Process, communities can identify changes necessary within their systems – for example within policies or lifestyle choices – that may increase convergence and contraction of resource use in their communities and bring them to a more sustainable and socially equal way of living. The intention is that different communities can apply the methodology themselves, without the intervention of academic researchers or other specialists.
  The process was tested with action research eight times in three countries in the years 2011 and 2012 – on the island of Iceland, in Bristol City in the United Kingdom, and in Tamil Nadu in India. During the testing, the World Café, systems approach and causal loop diagrams functioned well together within this public participatory process, resulting in the citizens identifying necessary changes that can bring their community towards greater sustainability and social equity on both a local and a global level. However, this research could not conclude the process’ full effects as it was not brought to conclusion in any of the communities due to financial and time restraints, in addition to being outside the scope of this research. Further hindrance was that the study was researcher-driven, as opposed to community-driven, so the full effects of the process in a community could not be interpreted.
  The Convergence Process is a promising contribution to public participatory democracy meant to bring the world towards greater sustainability and social equity, but more research and in particular, a community-driven full run of the process is needed to be able to gauge its full effects upon a community.
  The Convergence Process was created as a part of the FP7 funded four-year Converge Project, which was a transdisciplinary international research project.

 • Ritgerð þessi fjallar um þverfræðilega rannsókn er gerð var við Háskóla Íslands árin 2009 til 2013 og snérist um að skapa og prófa íbúaþátttökuferli sem samfélög geta notað til að færast nær sjálfbærni og félagslegu jafnrétti innan þeirra marka sem jörðin setur.
  Rætist spár Sameinuðu þjóðanna um að mannkynið verði meira en níu milljarðar árið 2050, og ef stór hluti þess sækist eftir þeim ósjálfbæra lífsstíl sem Vesturlandabúar lifa í dag, þá stendur mannkynið í heild sinni frammi fyrir gríðarlegu vandamáli. Jörðin getur ekki viðhaldið slíku fjölmenni við ósjálfbærar kringumstæður, og vaxandi þrýsingur á kerfin sem við notum nú til að skipta og stýra auðlindum hennar leiðir til sífellt meiri ójöfnuðar. Möguleg lausn gæti falist í breytingum á skiptingu auðlinda milli þjóða, samfélaga og einstaklinga, með því að útbúa ný stjórnunar- og úthlutunarferli sem eru bæði sanngjarnari en þau sem nú ríkja, og rúmast jafnframt innan líffræðilegra marka jarðarinnar. Í þessari ritgerð er fjallað um um gerð og prófun Samleiðniferlisins, en það er samansafn af grundvallaratriðum, áhöldum og aðferðum sem ætlað er að aðstoða samfélög í því að færast nær sjálfbærni og félagslegu réttlæti með mörk jarðarinnar í huga.
  Samleiðniferlinu er beitt á vinnufundum íbúa, þar sem útfærslu af Heimskaffi (World Café) aðferðinni er fylgt. Þar notast handvaldir þátttakendur við markvissa kerfishugsun og teikna myndir af orsakatengslum í fyrirfram ákveðnu kerfi. Hugmyndin er sú að þeir sem búa við kerfið sem skoða á, þekki það sameiginlega betur en aðrir og geti því fundið lausnir sem utanaðkomandi fá ekki séð. Með ferlinu geta íbúarnir því bent á nauðsynlegar breytingar innan kerfisins – til dæmis í stefnu stjórnvalda eða lifnaðarháttum sínum – sem dregið geta úr notkun auðlinda og fært samfélögin nær sjálfbærni og félagslegu jafnrétti. Ætlunin er að mismunandi samfélög geti beitt aðferðinni sjálf án íhlutunar vísindamanna eða annarra sérfræðinga.
  Ferlið var prófað með starfendarannsókn átta sinnum á árunum 2011 til 2012 – á Íslandi, í Bristol borg á Bretlandi, og í Tamil Nadu á Indlandi. Heimskaffi vinnufundirnir, kerfishugsunin og orsakatengsla¬mynd¬irnar virkuðu vel saman með þátttöku íbúanna, og skilgreindu þeir nauð-synlegar breytingar sem samfélög þeirra verða að gera að veruleika, vilji þau ná fram meiri sjálfbærni og félagslegu réttlæti bæði heima fyrir sem og á alþjóðlegum vettvangi. Sú niðurstaða gefur góða von um að Samleiðniferlið geti stuðlað að aukinni sjálfbærni og jafnrétti í framtíðinni.
  Aftur á móti var ferlinu hvergi fylgt til fullnustu í rannsókn þessari bæði vegna þess að sú var ekki ætlunin en einnig vegna fjár- og tímaskorts. Annar tálmi reyndist sá að rannsóknin var unnin fyrir tilstuðlan fræðimanna en ekki samfélaganna sjálfra, svo enn er ekki unnt að túlka fyllilega áhrif ferlisins á neitt eitt samfélag.
  Samleiðniferlið er heillavænlegt framlag til þátttökulýðræðis sem ætlað er að færa heiminn frekar í átt að sjálfbærni og félagslegu jafnrétti, en meiri rannsókna er þörf og einkum er nauðsyn á að eitthvert ákveðið samfélag standi að því að prófa ferlið innan sinna vébanda, svo hægt verði að meta full áhrif þess.
  Verkefnið var hluti af stærri alþjóðlegri rannsókn sem kallast Samleiðniverkefnið (the Converge Project) og var kostuð af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins.

Styrktaraðili: 
 • Styrktaraðili er á ensku The European Commission’s Seventh Framework Programme
Samþykkt: 
 • 23.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dr. Sigrún María Kristinsdóttir.pdf8.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna