is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19117

Titill: 
 • Kennsluaðferðin spegluð kennsla
 • Titill er á ensku The teaching method flipped classroom
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Kennarar þurfa að huga að mörgum þáttum við undirbúning kennslu. Einn þessara þátta er að ákveða hvernig kenna eigi námsefnið. Mikilvægt er fyrir kennara að velja réttu kennsluaðferðina hverju sinni með markmið kennslunnar og nemandans að leiðarljósi. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kennsluaðferðin spegluð kennsla.
  Spegluð kennsla (e. flipped classroom) er nýstárleg kennsluaðferð sem gengur út á að snúa hefðbundinni kennslu við. Það er þegar fyrirlestrarnir eru færðir úr kennslustofunni og nemendur eiga að horfa á þá heima á veraldarvefnum. Í staðinn er öll heimavinna og verkefni unnin í kennslustundum. Þar vinna nemendur verkefni sín hvort sem það er einstaklings- eða hópverkefni og hafa þeir því greiðan aðgang að kennaranum. Kennsluaðferðin er fjölbreytt og hægt að útfæra hana á ýmsan máta.
  Í þessari ritgerð leitaðist ég við að finna svör við því hvernig kennsluaðferðin spegluð kennsla er og hvort hún sé hentug kennsluaðferð. Ég vildi líka skoða hvort hægt sé að nota speglaða kennslu í öllum námsgreinum og hvort hún stuðli að einstaklingsmiðuðu námi. Síðast en ekki síst langaði mig að athuga hvort þessi kennsluaðferð sé notuð hér á Íslandi og þá hvar og hvernig.
  Niðurstaða verksins er sú að spegluð kennsla er mjög fjölbreytt og skemmtileg kennsluaðferð sem býður upp á tilbreytingu frá hefðbundna kennsluforminu. Spegluð kennsla er einnig mjög hentug í kennslu þar sem hún er einstaklingsmiðuð og gefur nemendum greiðan aðgang að kennaranum í kennslustundum.

 • Útdráttur er á ensku

  There are many factors that teachers need to attend to while preparing a class. One of those factors is how to teach the subject. It is important for the teacher to choose the appropriate method each time with the goal of the subject and the student in mind. The subject of this essay is the flipped classroom.
  The flipped classroom is a fairly new teaching method that turns conventional methods around. It is when the lectures are brought out from the classroom and into the students´ home through the internet. Instead all homework and assignments are done in the classroom. There the students do their individual or group assignments and have direct access to the teacher. The method is very versatile and can be expanded in multiple ways.
  In this essay I seek to find answers on what the flipped classroom method is and whether it is an appropriate one. I also looked into whether this method could be used for all subjects and encouraged individualized learning. Last but not least I wanted to see if this method is used in Iceland and if so where and how.
  The main conclusion is that the flipped classroom is a teaching method that is versatile and funny. It also changes the learning environment from the traditional one. The flipped classroom is a good choice for any teacher beacause the method is individualized and gives the students an easy access to the teacher in the classroom.

Samþykkt: 
 • 23.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsluaðferðin Spegluð kennsla.pdf658.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna