is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19119

Titill: 
  • „Það er alls staðar opið“ : upplifun foreldra einhverfra barna á þjónustuþörf á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með verkefni þessu er sjónum beint að þjónustuþörf og þjónustustöðu fyrir einhverf börn og fjölskyldur þeirra á landsbyggðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga frá foreldrum um stöðu mála nú um stundir og hvað gæti orðið til hagsbóta þegar horft er til framtíðar. Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var með viðtölum við foreldra átta einhverfra barna á grunnskólaaldri á Austurlandi. Foreldrar mættu ýmist báðir í viðtölin eða móðirin ein. Í heildina voru viðmælendur ellefu talsins. Rannsóknarspurningin var: Hver er þjónustuþörf fyrir einhverf börn og fjölskyldur þeirra í byggðalögum á landsbyggðinni og hvernig er þeirri þjónustu háttað?
    Helstu niðurstöður voru að ákveðna þætti sérfræðiþjónustu skorti á Austurlandi. Fyrst og fremst var algjör skortur á þjónustu talmeinafræðings í landshlutanum en hún er mikilvæg fyrir börnin á leikskólaaldri og fyrstu árum grunnskóla. Þjónusta sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa var til staðar á Austurlandi en ekki í heimabyggð allra. Helmingur foreldra hafði áhyggjur af félagatengslum barna sinna og er ástæða til að rannsaka þann þátt betur. Viðmælendur voru sammála um að kostir þess að búa á landsbyggðinni með einhverft barn væru margir. Góð þjónusta og utanumhald í grunnskólunum vó þar þungt ásamt góðu starfi félagsþjónustu. Helstu hindranir voru vegalengdir að þjónustu eins og talþjálfun. Niðurstöður gefa til kynna að hugmyndir Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að þverfaglegum landshlutateymum gætu stuðlað að betra aðgengi að þjónustu hvort sem horft er til málþroska, félagsþroska einhverfra barna eða stuðnings við fjölskyldur þeirra.
    Lykilhugtök: einhverfa, sértæk þjónusta, sjónarmið foreldra, byggðamál, eigindlegar rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er alls staðar opið - upplifun foreldra einhverfra barna á þjónustuþörf á landsbyggðinni.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna