is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1912

Titill: 
  • Ritun - fyrir alla snjalla : 4-6 vikna námsþáttur í ritun í íslensku byggður á einstaklingsmiðun, fjölgreindakenningunni og nýrri aðalnámskrá grunnskóla 2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritun – fyrir alla snjalla er fjögurra til sex vikna námsþáttur í íslensku fyrir nemendur í 8. og 9. bekk ásamt verkefnasafni, fræðilegri umfjöllun, mati og samantekt.
    Í fræðilega hlutanum eru helstu hugtök skilgreind og m.a. fjallað um læsi, ritun og sjálfsöryggi nemenda. Einnig um gildandi stefnu í menntamálum, skólastefnu Reykjavíkurborgar og stefnumótun í íslenskukennslu eins og hún birtist í Aðalnámskrá grunnskóla 2007, og færð rök fyrir því hvers vegna námsþátturinn er eins og raun ber vitni. Megináhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölgreindakenning Howards Gardners höfð til hliðsjónar við verkefnagerð, val kennsluaðferða og námsmat.
    Í námsþættinum Ritun – fyrir alla snjalla er fjallað um bréf, dagbækur og fréttir og nemendum ætlað að vinna ýmiss konar ritunarverkefni af þeim toga, nokkur einstaklings- eða tvenndarverkefni og eitt stórt hópverkefni. Sett eru markmið fyrir hvern hluta námsþáttarins og ítarlega fjallað um hvert þessara ritunarforma. Fjallað um uppsetningu verkefna, tímaramma, kveikjur og námsmat en verkefnasafn byggt á fjölgreindakenningu Gardners er í viðauka.
    Lykilorð: Ritunarnámsþáttur

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 17.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida.pdf52.07 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
yfirlitsmynd2.pdf40.83 kBOpinnHugakort bls. 22PDFSkoða/Opna
Ritun - fyrir alla snjalla heild.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna