is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19120

Titill: 
 • Hamlandi viðhorf til eigin mataræðis. Algengi og forspárþættir á Íslandi
 • Titill er á ensku Prevalence and predictive factors of dietary restraint in Iceland
Útdráttur: 
 • Inngangur:
  Líðan og viðhorf fólks í tengslum við eigið mataræði hafa lítið verið rannsökuð meðal fullorðinna á Íslandi. Í flestum vestrænum samfélögum er lögð mikil áhersla á grannan og stæltan líkama en á sama tíma þyngjast æ fleiri. Slíkar aðstæður geta hugsanlega alið á kvíða og stuðlað að hamlandi viðhorfum í tengslum við mat og fæðuval, ekki síst þegar sífellt birtast nýir matarkúrar með mismunandi fyrirmælum eða bannlistum. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða algengi hamlandi viðhorfs til eigin mataræðis á Íslandi og hvaða hópar sýna helst hamlandi fæðuviðhorf.
  Efniviður og aðferðir:
  Rannsóknin byggir á könnun Embættis landlæknis, Heilsa og líðan Íslendinga árið 2007, sem var lögð fyrir tilviljunarúrtak þjóðarinnar. Þátttakendur voru 5909 einstaklingar, 18-79 ára. Hamlandi fæðuviðhorf var metið út frá svörum við spurningum um viðhorf til eigin mataræðis. Notuð var tvíkosta lógistík aðhvarfsgreining til að meta gagnlíkindahlutfall (OR) og 95% öryggisbil (CI) fyrir hamlandi viðhorf til eigin mataræðis, greint eftir undirhópum rannsóknarinnar.
  Niðurstöður:
  Algengi hamlandi fæðuviðhorfs samkvæmt matskvarða rannsóknarinnar mældist 17% í þýðinu, 22% hjá konum og 11% hjá körlum. Hamlandi viðhorf til eigin mataræðis var algengast meðal 18-29 ára (36% konur, 15% karlar) og meðal þeirra sem voru ósáttir við eigin líkamsþyngd (35% konur, 22% karlar). Fleiri konur en karlar voru ósáttar við eigin líkamsþyngd (49% og 34%). Gagnlíkindahlutfall fyrir að vera með hamlandi viðhorf til eigin mataræðis að teknu tilliti til gruggunarþátta var hæst hjá aldurshópnum 18-29 ára hjá báðum kynjum. Meðal þeirra sem flokkuðust með offitu var gagnlíkindahlutfallið fyrir hamlandi fæðuviðhorf hærra hjá körlum en konum (OR 2,9; 95% CI 1,8-4,8 á móti 2,0; 95% CI 1,5-2,7), borið saman við þátttakendur í kjörþyngd/undirþyngd. Karlar og konur sem voru neikvæð gagnvart eigin líkamsþyngd voru líklegri til að upplifa hamlandi viðhorf til eigin mataræðis borið saman við þá sem voru jákvæðir og var gagnlíkindahlutfallið álíka hátt hjá báðum kynjum.
  Ályktun:
  Enda þótt hamlandi viðhorf til eigin mataræðis sé algengara hjá konum en körlum hafa sömu undirhópar beggja kynja tengsl við hamlandi fæðuviðhorf. Hár líkamsþyngdarstuðull, óánægja með eigin líkamsþyngd og ungur aldur auka líkurnar á hamlandi fæðuviðhorfi hjá báðum kynjum.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction:
  Few studies exist on attitudes on diet and well-being of adults in Iceland. In most Western societies great emphasis is placed on having a lean and fit body, while at the same time more people are gaining weight. Such circumstances may be conducive to concerns and discomfort related to food and food choice, especially as new diets, some including strict rules and instructions, are continually appearing on the market. The aim of this study was to identify the prevalence and predictive factors of dietary restraint among Icelandic adults.

  Material and methods:
  The study was based on data from an Icelandic national cohort health survey of 5909 adults, age 18-79, conducted in 2007. A numerical assessment tool for measuring dietary restraint was established, based on answers to questions on eating attitude. We used binary regression models to estimate odds ratios (ORs) for dietary restraint according to different demographic factors.
  Results: The prevalence of dietary restraint according to the measurement tool used in the study was 17% in the cohort, 22% women, 11% men. Dietary restraint was most prevalent among participants 18-29 years old (36% women, 15% men), and those who were dissatisfied with their body weight (35% women, 22% men). More women then men were dissatisfied with their body weight (49% and 34%). After taking confounding factors into account the odds ratio for dietary restraint was highest among participants 18-29 years old, for both genders. Obese men had higher odds ratio for dietary restraint than obese women (OR 2,9; 95% CI 1,8-4,8 compared to 2,0; 95% CI 1,5-2,7) compared with normal/under weight participants. Those who were dissatisfied with their body weight were more likely to experience dietary restraint compared with those satisfied with their weight, irrespective of gender.
  Conclusion: Women are more prone to experience dietary restraint then men. Those with high body mass index, weight dissatisfaction and at younger age are at greater risk of feeling dietary restraint independent of gender.

Samþykkt: 
 • 23.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir_MPH.pdf397.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16_ÓDS1.pdf28.55 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna