is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19129

Titill: 
  • Handbók fyrir olíumálun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni til meistaranáms er handbók fyrir þá sem vilja mála með olíulitum, byrjendur og lengra komna. Olíumálun er þægilegur miðill fyrir málara til að vinna með tjáningu og skap. Samt er hún oft kynnt sem einn erfiðasti miðilinn til að mála með. Sá ótti er tilhæfulaus.
    Reynsla mín sem listmálari, kennari á námskeiðum í listmálun og áþreifanlegur skortur á kennsluefni á íslensku réði vali mínu á viðfangsefni, því kennsluhandbók í olíumálun hefur vantað. Það hafa ekki allir efni á, né tök á, að sækja námskeið í listmálun. Slík námskeið eru dýr og t.d. fá á landsbyggðinni. Verslanir sem selja vörur til listmálunar eru nær eingöngu staðsettar á höfðuðborgarsvæðinu, svo margir kaupa vörurnar í gegnum síma og póstkerfi. Kennsluhandbókin mun auðvelda öllum þeim sem áhuga hafa á, að kynnast verkfærum olíumálunar.
    Verkefnið er unnið með aðstoð Ellenar Gunnarsdóttur leiðbeinanda. Það skiptist í tvo hluta; fræðiritgerð og kennsluhandbók. Í fræðiritgerðinni fjalla ég á kennslufræðilegum nótum um efnið, fer í smiðjur kennimanna eins og Dewey, „að læra með því að framkvæma” og Eisner, sem var fylgjandi hugmyndinni um að nemendur setji sig í spor listamannsins, sem þróaðist í studio habits eða „hugarhættir vinnustofunar“. Kennsluhandbókin er kaflaskipt og kynnir til hlítar öll „verkfæri“ olíumálunar.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er tvískipt, fræðilegur kafli og handbók.
Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð 16.maí LOK b.pdf857.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
handbók-lok a.pdf2.07 MBLokaðurFylgiskjölPDF