is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19130

Titill: 
  • Börn og ritdómar.: rökstuðningur fyrir því að vefsíðan lestrarhestar.is verði sett á stofn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru færð rök fyrir því að grundvöllur sé fyrir stofnun vefsíðunnar lestrarhestar.is. Vefsíðunni er ætlað að höfða til barna og unglinga sem gætu sótt sér þangað margskonar upplýsingar um bækur og lestur. Hugmyndin er að hún geti orðið lifandi vettvangur fyrir bókadóma, spjall um bækur og ýmislegt annað sem tengist bóklestri.
    Rannsóknir sýna minnkandi áhuga íslenskra barna á bóklestri og versnandi viðhorf gagnvart honum en áhugi og jákvætt viðhorf skiptir miklu máli í öllu námi auk góðra fyrirmynda. Auk þess hefur lesskilningur mikla þýðingu fyrir allt nám og líf fólks en hann hefur versnað hér á landi síðustu ár. Samskipti hafa enn fremur breyst mikið síðustu ár og áratugi meðal annars vegna aukinnar tækjaeignar og –notkunar. Vefsíðunni lestrarhestar.is er ætlað að sporna við dvínandi áhuga og lesskilningi íslenskra barna og unglinga og nota til þess þá þróun sem orðið hefur með almennri netnotkun og auknu aðgengi þessa hóps að samskiptatækjum.
    Samanburðarrannsókn var gerð á barnabókadómum í Morgunblaðinu yfir fjögur tímabil á síðustu fjórum áratugum með það fyrir augum að skoða þróun barnabókadóma. Þar var leitast við að skoða fjölda og umfang dóma auk þess sem aðaláherslur í þeim voru greindar. Þess var vænst að barnabókadómum hefði fjölgað í takt við stóraukna útgáfu barnabóka en niðurstöður rannsóknarinnar sýna hlutfallslega fækkun á dómum auk þess sem þeir hafa styst töluvert og breyst allmikið efnislega. Á fyrri tímabilum var mikil áhersla lögð á málfar og gæði þýðinga auk þess sem fortíðarþrá og gagnrýni á ríkjandi gildi var áberandi. Um þúsaldamótin vék það að einhverju leyti fyrir aukinni samfélagsvitund og áherslu meðal annars á karllægni í barnabókum og umhverfismál. Á síðasta tímabilinu var ritdómaformið orðið mjög knappt og því lítið svigrúm fyrir ítarlega umfjöllun. Meginniðurstaðan er sú að full ástæða sé til að setja á fót vefsíðu á borð við lestrarhestar.is.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.6.2020
Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn_og_ritdómar_Sigrún_Magnúsdóttir_LOK.pdf708.89 kBLokaður til...01.06.2020HeildartextiPDF