is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19133

Titill: 
 • Þróunaráætlun um innleiðingu samvinnunáms á miðstigi grunnskóla : skóli án aðgreiningar og starfsþróun kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Opinber menntastefna um skóla án aðgreiningar (árið 2008) og útkoma nýrrar aðalnámskrár grunnskóla (árið 2011) kalla á ýmsar breytingar í skólastarfi. Í þessu verkefni er gerð grein fyrir hvers konar breytinga er þörf og hvernig má innleiða þær.
  Í fræðilegum inngangi verkefnis er stuttlega gerð grein fyrir þeim námskenningum sem henta vel í skóla án aðgreiningar og samvinnunámi. Í framhaldi verður fjallað um hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, hvað felst í hugtakinu, hvert það á rætur sínar að rekja og hvað skólar og kennarar þurfa að hafa í huga til þess að starfa í anda þess. Hugmyndafræði samvinnunáms er kynnt sem vænleg leið til þess að stíga skref í átt að skóla án aðgreiningar. Samvinnunám er hugmyndafræði sem býr yfir mismunandi kennsluaðferðum þar sem jafnrétti og lýðræði blómstra. Þar fá nemendur notið hæfileika sinna í litlum blönduðum hópum. Markmið bæði samvinnunáms og skóla án aðgreiningar er að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda óháð líkamlegu og andlegu atgervi. Til þess að undirbúa jarðveginn fyrir breytingarferlið eru hugtök um skóla- og starfsþróun skoðuð og þekkt líkön á sviði starfsþróunar höfð til hliðsjónar.
  Sett var upp þróunaráætlun um innleiðingu samvinnunáms á miðstigi grunnskóla þar sem rannsóknarspurningunni „Hvernig má innleiða á markvissan hátt samvinnunám í skóla án aðgreiningar?“ er svarað.
  Niðurstöður benda í þá átt að til þess að innleiðing samvinnunáms í skóla án aðgreiningar festist í sessi þurfi ákveðnir lykilþættir að ganga upp. Starfsfólk skólans þarf að hafa sameiginlega sýn á forgangsverkefni, ganga í takt og vinna saman. Gott getur verið að fá utanaðkomandi aðstoð frá ráðgjafa sem er sérfræðingur í samvinnunámi og skóla án aðgreiningar. Ráðgjafi veitir fræðslu, stuðning og ráðgjöf. Þá þarf að gera raunhæft skipulag í kringum fundi, námskeið og aðra verkþætti. Það skiptir einnig miklu að þátttakendur séu meðvitaðir um hvaða hlutverkum þeir gegna. Til að meta framvindu áætlunarinnar er nauðsynlegt að safna gögnum á markvissan hátt en með því er auðveldara að grípa inn í og gera viðeigandi ráðstafanir.

 • Útdráttur er á ensku

  The Icelandic educational policy of inclusive education (since 2008) and the publication of a new national curriculum (in 2011) call for changes in education. This thesis examines what kind of changes are needed and how they can be implemented.
  In the theoretical background, an overview is given of the educational theories which conform to inclusive education and cooperative learning. This is followed by a discussion of the ideology behind inclusive education, how the concept is defined, where its origins lie, and what schools and teachers need to keep in mind to work according to its principles. The ideology of coooperative learning is then presented as a useful way of approaching inclusive education, but cooperative learning allows equality and democracy to flourish. Within its framework, pupils can use their talents in small, mixed groups. The aim of both cooperative learning and inclusive education is to meet the varied needs of pupils, regardless of their physical or mental abilities. In order to prepare the implementation process, concepts of school and professional development are examined, with an eye on well-known models of professional development.
  A developmental plan for the implementation of cooperative learning at the intermediate level of elementary school was constructed and it answers the research question "How can cooperative learning be successfully implented in inclusive education?".
  The conclusions indicate that for this implementation to be successful, certain key elements need to work out according to plan. The school staff has to have a common view of its priorities and cooperate in working towards a common goal. Receiving assistance from an external advisor, who is an expert in cooperative learning and inclusive education, can be helpful. This advisor provides information and support. Furthermore, meetings, courses and other parts of the implementation plan need to be organized in a realistic way, and it is imperative that the participants are aware of their roles. In order to evaluate the plan's progress it is necessary to collect data in an organized fashion, but this allows for an easier intervention if and when it is needed.

Samþykkt: 
 • 23.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróunaráætlun um innleiðingu samvinnunáms á miðstigi grunnskóla- Skóli án aðgreiningar og starfsþróun kennara.pdf855 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna