is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19152

Titill: 
  • Um hjúkrun sjúklinga með sýklasótt á gjörgæslu. Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Nursing care of the septic patient in the ICU. A literary review
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sýklasótt er alvarlegt ástand sem orsakast af bólguviðbragði líkamans og getur þróast í svæsna sýklasótt og sýklasóttarlost. Sýklasótt er meðal algengustu innlagnarástæðna sjúklinga á gjörgæsludeildir og getur dánartíðni verið á bilinu 20-50%. Árið 2002 fékk málaflokkurinn aukna athygli í kjölfar Surviving Sepsis átaksins (SSC). Leiðbeiningar SSC eru notaðar um allan heim, sérstaklega á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum, og líkur standa til þess að þær lækki dánartíðni. Rannsóknir og leiðbeiningar á þessum sviðum hafa að stærstum hluta verið unnar af og beint til lækna. Þar sem hlutverk hjúkrunarfræðinga í framkvæmd meðferðar hefur verið óskýrt þótti ástæða til að kanna þekkingu á hjúkrunarmeðferðum hjá sjúklingum á gjörgæslu með sýklasótt.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var þríþættur. Í fyrsta lagi að draga saman þekkingu sem til er um gagnreyndar hjúkrunarmeðferðir sjúklinga á gjörgæslu með sýklasótt; í öðru lagi að kanna heilsutengd lífsgæði hjá sjúklingum sem hafa haft sýklasótt og í þriðja lagi að nota þá þekkingargrunna til að leggja fram hugmyndir um breytt verklag við hjúkrun þessara sjúklinga.
    Byggt var á rannsóknum frá árunum 2000 til 2014. Leitað var að rannsóknum á ensku með fleiri en 50 fullorðnum sjúklingum á gjörgæsludeildum. Annars vegar var leitað að rannsóknum þar sem komu fram aðferðir til að bæta hjúkrun gjörgæslusjúklinga með sýklasótt, svæsna sýklasótt og sýklasóttarlost. Hins vegar var leitað að rannsóknum sem fjölluðu um heilsutengd lífsgæði hjá sjúklingum eftir sýklasótt.
    Nítján rannsóknir fundust sem uppfylltu fyrri leitarskilyrðin en tólf rannsóknir þau síðari. Algengasta rannsóknarsniðið var upphafs- og eftirsnið og voru rannsóknirnar á sviði hjúkrunar, læknis- og lyfjafræði.
    Niðurstöður leiddu í ljós að efnistök varðandi hjúkrun sjúklinga með sýklasótt á gjörgæslu eru fjölbreytt og ólíkum nálgunum er beitt við að bæta meðferð þeirra. Hjúkrunarfræðingar geta bætt meðferð sjúklinga með því að innleiða gagnreyndar leiðbeiningar. Margar hjúkrunarmeðferðir eru ekki byggðar á rannsóknargögnum heldur eru þær byggðar á áliti sérfræðinga. Þörf er á frekari íhlutunarrannsóknum til að kanna hvort hjúkrunarmeðferðir við sýklasótt séu árangursríkar. Einnig sýndu niðurstöður að gjörgæslumeðferð vegna sýklasóttar getur haft langtímaáhrif á lífsgæði sjúklinga.
    Álykta má að bráð þörf sé á rannsóknum til að greina viðeigandi hjúkrunarmeðferðir sjúklinga á gjörgæslu með sýklasótt.
    Lykilorð: sýklasótt, svæsin sýklasótt, sýklasóttarlost, gjörgæsludeild, hjúkrunarmeðferðir, gagnreynd þekking, Surviving Sepsis Campaign, heilsutengd lífsgæði

  • Útdráttur er á ensku

    Sepsis is a serious health problem, caused by infectious agents and a resulting overwhelming immune response, which can progress to severe sepsis and septic shock. Sepsis is a common reason for admission to intensive care units with mortality rates between 20-50%. Sepsis received increased attention in 2002 with the start of the Surviving Sepsis Campaign (SSC). Today, guidelines from the SSC on managing sepsis have been implemented worldwide, in Emergency Rooms and ICUs, and there is mounting evidence that they lower mortality rates. Research and recommendations have mostly aimed at the medical management of patients with sepsis. The role of nursing has however been unclear.
    The purpose of this literature review was threefold: first, to gather available evidence on evidence-based practice for septic patients in the ICU; second, to review long-term outcomes and health related quality of life in sepsis survivors; and thirdly to apply that evidence to encourage new practices.
    Included are publications from 2000 to 2014. Databases were searched for studies in English that included more than 50 patients with sepsis, severe sepsis and/or septic shock in an ICU setting. Searches were done on ways to improve nursing care and regarding health related quality of life of sepsis survivors.
    Nineteen studies met the eligibility criteria on ways to improve nursing care and twelve studies were found that related to health related quality of life after sepsis. The most common study design was a pretest/posttest design and the material derived from nursing, medical and pharmacological literature.
    The results revealed that resources regarding the nursing care of the septic patient in ICUs are diverse and a plethora of approaches are incorporated to improve care. Nurses could improve patient care by implementing evidence based guidelines. However multiple areas of nursing care have either no evidence or the level of evidence is confined to expert opinion. Research to identify the most appropriate nursing interventions for septic patients in the ICU is urgently required. The health related quality of life among survivors of severe sepsis can be impaired and further research in this area of critical care could benefit patients in the future.
    Keywords: sepsis, septic shock, intensive care, nursing care, evidence based practice, Surviving Sepsis Campaign, health related quality of life

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OrriJokulsson MSc Sepsis.pdf885,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna