Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19155
Þessi skýrsla fjallar um fjármálalæsi íslenskra unglinga á efsta stigi grunnskóla, í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Annar skólinn er þátttakandi í tilraunaverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um aukna fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Hinn skólinn kennir eftir aðalnámskrá grunnskólanna.
Það hefur orðið vitundarvakning í þjóðfélaginu og fjármálalæsi hefur verið gefið meira vægi og fjármálastofnanir og almenningur eru orðinn meðvituð um mikilvægi þess. Fjármálalæsi kemur við sögu í daglegu lífi einstaklinga og hefur áhrif á lífsgæði þess.
Skýrslan skiptist í tvo hluta og er fyrri hlutinn fræðileg umfjöllun um fjármálalæsi og niðurstöður eldri rannsókna, bæði innlendra og erlendra. Seinni hlutinn er greining á niðurstöðum megindlegrar rannsóknar, þar sem þær eru túlkaðar og tillögur að úrbótum lagðar fram.
Settar voru fram eftirfarandi tvær rannsóknarspurningar:
Þarf að efla kennslu í fjármálalæsi meðal unglinga í efstu stigum grunnskóla?
Gera nemendur sér grein fyrir því hvað föt og annað sem þau nota daglega kostar?
Niðurstöðurnar sýndu að fjármálalæsi meðal unglinga á efsta stigi grunnskóla er ekki í viðunandi horfi. Könnun var gerð og meðaleinkunn nemenda í henni var 4,8 hjá Hagaskóla og 4,7 hjá Réttarholtsskóla. Með hækkandi aldri hækkuðu einkunnir og jafnframt jókst þekking þeirra á ýmsum hugtökum tengdum fjármálum. Til að auka vitneskju enn frekar þarf að koma til aukin kennsla í fjármálalæsi strax í grunnskóla og halda áfram með það í framhaldsskóla. Ágætis námsefni er til staðar en það þarf að auka fjölbreytnina og aðlaga það mismunandi aldri barna og ungs fólks. Stjórnvöld þurfa að marka skýra stefnu í þessum málaflokki.
Lykilorð:
Fjármálalæsi, viðskipti, unglingar og fjármál.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Fjármálalæsi unglinga á efsta stigi grunnskóla.pdf | 669,43 kB | Open | Heildartexti | View/Open |