is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19160

Titill: 
 • Gæðahandbók viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri : tilvistargrundvöllur hennar og innihald
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er lokaritgerð til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Verkefnið fjallar um gæðastarf í háskólum á Íslandi og gerð gæðahandbókar í viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Deildin setti sér markmið í sjálfsmatsskýrslu sinni um að setja saman gæðahandbók á skólaárinu 2013-2014. Markmiðið með verkefni þessu er að rannsaka eftirfarandi spurningar áður en deildin fer í þessa vinnu. Spurningarnar eru:
  •Hvaða kröfur eru gerðar til gæða og gæðahandbóka í háskólum á Íslandi?
  •Hvernig uppfyllir Háskólinn á Akureyri þessar kröfur?
  •Er þörf á að setja fram gæðahandbók innan viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri? Ef svo er hvernig væri best að setja hana fram?
  Leitast var eftir að svara rannsóknarspurningunum með gagnaöflun um hvernig kröfur eru gerðar af löggjafarvaldinu til háskóla á Íslandi. Í ljós kom að miklar kröfur eru gerðar til gæðastarfs í skólunum en nýlega var sett á laggirnar sérstakt gæðaráð íslenskra háskóla. Þó fundust engar sérstakar kröfur um að stofnanirnar myndu vinna eftir gæðahandbók eða hefðu slíkt plagg undir höndum.
  Þá var Háskólinn á Akureyri (HA) sérstaklega skoðaður þar sem verkefni þetta var unnið í samstarfi við viðskiptadeild skólans. Verkefnahöfundur komst að því að HA byggir gæðastarf sitt upp á gæðakerfi gæðaráðs íslenskra háskóla auk þess að fylgja lögum og reglugerðum ríkisins. Innan skólans starfar gæðastjóri og þar er virkt gæðaráð. Gæðaráðið tekur allar stórar ákvarðanir um gæðamál skólans en gæðastjórinn sér um og heldur utan um dagleg gæðastörf. Eftir að hafa skoðað starfsemi HA voru störf viðskiptadeildar skólans rannsökuð og tilvistargrundvöllur gæðahandbókarinnar. Rannsóknirnar sem voru gerðar voru gagnaöflun verkefnahöfundar, hagsmunaaðilagreining með valdaáhrifafylkinu og fundir með helstu hagsmunaaðilahópum. Niðurstaðan var sú að tilvistargrundvöllur væri til staðar fyrir gæðahandbók og voru sett fram drög að innihaldi hennar.
  Lykilorð: Gæðahandbók, gæðakerfi, gæðastarf í háskólum, viðskiptadeild og gæðastjórnun.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis covers the matter of quality management in Icelandic universities and the making of a quality manual for the University of Akureyri‘s Faculty of Business Administration. A goal was set by the Faculty in its self-evaluation report to put together a quality manual in the 2013-2014 school year. The objective of this thesis was to answer the following questions before the Faculty of Business would venture into this quality management project:
  •What are the requirements for quality and quality manuals in Icelandic universities?
  •How does the University of Akureyri meet these requirements?
  •Is there a need to make a quality manual inside the University of Akureyri‘s Faculty of Business Administration? If so, what is the best way to make such a manual?
  Efforts were made to answer these research questions with data collection regarding what requirements the legislature makes for Icelandic Universities. Results from this data collection indicated that high standards exist for quality management in universities and recently a special Quality Committee for Icelandic Universities was established. There were, however, no indications that any special requirements were made for the university institutions regarding quality manuals for them to follow, nor that any of these institutions even had quality manuals to work with.
  The University of Akureyri was examined specially since this thesis was made in collaboration with the university‘s Faculty of Business Administration. The author of this thesis discovered that the University of Akureyri bases its quality management on the quality management system provided by the Quality Committee for Icelandic Universities as well as following government legislature and regulations. Inside the university there is an acting quality manager as well as an active quality committee. The latter makes all the important decisions regarding quality issues of the university and while the quality manager handles day-to-day issues regarding quality. After having examined the quality management projects of the whole university, the sights were turned towards the Faculty of Business Administration and the basis for the existence of a quality manual for the Faculty. The research conducted to find results were the data collection of the thesis author, stakeholder mapping and meetings with the key stakeholder groups. The result of this research was that there was a ground for the existence of a quality manual for the University of Akureyri and thus a draft for the content of such a manual was laid out.
  Keywords: Quality handbook, quality in Icelandic universities, quality system, Faculty of Business Administration and quality management.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 24.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. ritgerð_Júlía Sjørup_final.pdf823.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna