is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19162

Titill: 
 • Lykilkennitölur og arðsemi í sjávarútvegi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Markmið verkefnisins er að fá innsýn inn í fjármálaheim sjávarútvegsins. Lögð er áhersla á að skoða arðsemi og afkomu sjávarútvegsins ásamt skuldum, greiðsluhæfi og fjárhagslegum styrk. Til að það sé hægt voru sex sjávarútvegsfélög könnuð. Þrjú þeirra stunda veiðar og vinnslu á botnfisk og hin þrjú veiðar og vinnslu á bæði botn- og uppsjávarfiski. Félögin sex sem sjónum er beint að eru Eskja, HB Grandi, HG-Gunnvör, Nesfiskur, Vinnslustöðin og Þorbjörn. Rannsóknartímabilið er frá 2007 til 2012.
  Til að skoða arðsemi félaganna voru arðsemi eigin fjár, arðsemi heildareigna og hagnaðarhlutfallið skoðað. Skuldakennitalan Nettóskuldir/EBITDA var reiknuð ásamt veltufjárhlutfalli, eiginfjárhlutfalli og framlegðarhlutfalli. Til að fá sem bestu niðurstöður voru öll félögin sex borin saman til að kanna muninn og lögð var áhersla á að athuga muninn fyrir og eftir efnahagshrunið 2008. Einnig voru flokkarnir tveir sem nefndir hafa verið skoðaðir til að sjá hver munurinn er þar á milli. Að lokum voru teknar þær kennitölur sem aðgengilegar eru á vef Hagstofu Íslands skoðaðar og bornar saman við þær tölur sem hér fengust.
  Að lokum voru viðtöl tekin við stjórnendur félaganna til að fá þeirra sýn á hvaða kennitala og þættir í ársreikningnum eru mikilvægastir þegar meta á arðsemi og rekstur félaganna. Einnig var leitað svara við hvað þeim finnst vera þeirra aðal áhrifaþáttur á rekstur félagsins sem og sjávarútvegsins í heild.
  Í ljós kom að arðsemi félaganna hafði svipaða þróun á milli ára og áhrifin af efnahagshruninu voru ekki langvarandi. Þá kom einnig í ljós að félög í veiðum og vinnslu á botn- og upp
  sjávarfiski mældust með hærri arðsemi en þau sem stunda veiðar og vinnslu á botnfiski. Helstu þættir sem skoðaðir eru í ársreikningum félaganna sem rætt var við eru EBITDA, rekstrartekjur og skuldir ásamt því að reikna eiginfjárhlutfall, veltufjárhlutfall og fleira. Helstu áhrifaþættir á sjávarútveginn eru fyrst og fremst úthlutun aflaheimilda.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this thesis is to get an inside look into the financial world of the Icelandic fisheries industry. Special concern will be at profitability and profit of the fisheries industry along with debts, liquity and financial strength. The ratios of the aforementioned factors will be determent for six selected fisheries for the period 2007 to 2012.
  The ratios that will be determent are return on assets, return on equity, profit margin on sales, net debt/EBITDA, equity ratio, current ratio and also net profit margin. These results will be compared firstly regardless of the type of activities engaged in by the firms and secondly based on which of two categories they belong to. The first category is companies that engage in catching and processing demersal fish only and the second category are companies that also catch and process pelagic fish. The outcome of the ratios will also be compared with general statistics from Iceland Statistic.
  In the end interviews will be conducted with chief financial directors of selected fisheries. Those interviews are intended to give a better inside look at how the companies value their business and to shed light on the directors’ view on what are the main driving factors of the company’s operations as well as the whole fishing industry.
  The results show that the profitability of the companies had similar development over the years and those fisheries that engage in catching and processing demersal and pelagic fish had a higher profitability than those that are catching and processing demersal fish only. The main driving factors of the company’s operations are the allocation of the allowable catch within the Icelandic EEZ.

Samþykkt: 
 • 24.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerðin_KBÞ_Final.pdf997.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna