is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19166

Titill: 
  • Brýtur nauðungarvistun í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrár og persónufrelsi einstaklinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frelsið er eitt þeirra persónuverðmæta sem mestu skiptir. Vandasamt getur reynst að skilgreina það heimspekilega sem hugtak og þá ekki síst mörk frelsisins. Til þess að fólk geti almennt notið þess verðmætis sem frelsið er þarf að halda því í vissum skefjum og setja þar að lútandi reglur sem standa um það vörð. Þess háttar reglur er víða að finna í íslenskum lögum. Í ritgerðinni verður leitast við að svara spurningunni, hvort ein slík regla sem takmarkar frelsi einstaklings, þ.e. ákvæði um nauðungarvistun í skilningi lögræðislaganna nr. 71/1997, stangist á við almenn mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að.
    Ritgerðin er byggð upp á heimildum. Fyrst er greint frá heimildum valdhafans til frelsisskerðingar og hugtök skilgreind. Mannréttindum er gerð ítarleg skil og greint frá þróun lögræðislaganna og efnissviðum þeirra er lúta að nauðungarvistunum, en nauðungarvistanir eru undantekning frá þeirri grundvallarreglu að sjálfráða einstaklingar taka ákvarðanir um eigin málefni. Sagt er frá skilyrðum nauðungarvistunar, hámarkstíma frelsisskerðingar, rétti hins nauðungarvistaða til ráðgjafar og stuðnings og heimildum til að bera lögmæti nauðungarvistunar undir dómstóla. Í ritgerðinni er jafnframt fjallað um nauðungarvistun barna þar sem sjálfstæður réttur barna á vissum sviðum tengist persónuvernd sem er hluti af mannréttindalöggjöfinni.
    Helstu niðurstöðurnar eru þær að í eðli sínu er nauðungarvistun úrræði sem takmarkar sjálfsögð grundvallarréttindi hins nauðungarvistaða en sterk rök eru fyrir því að við vissar aðstæður skuli heimilt að takmarka sjálfstæði/frelsi manns með nauðungarvistun á sjúkrahúsi. Þar eru fyrst og fremst hafðir í huga heilsufarslegir hagsmunir viðkomandi einstaklings. Nauðungarvistun sem úrræði er vandmeðfarin í ljósi þeirra hagsmuna sem eru í húfi og þeirra réttinda sem stangast á, þ.e. sjálfsákvörðunarréttarins annars vegar og lífi og heilsu hins vegar. Svarið við spurningunni hvort nauðungarvistun brjóti á bága við mannréttindi er því að ef farið eftir þeim skilyrðum sem kveðið er á um í ákvæðum lögræðislaga um nauðungarvistanir þá brýtur nauðungarvistun ekki gegn mannréttindum og persónufrelsi einstaklingsins.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 12. mai, final lokaskjal.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna