Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19169
Í þessu verkefni er kannað hvort stærðarhagkvæmni sé til staðar hjá sveitafélögum á Íslandi í tengslum við rekstur grunnskóla. Jafnframt eru í því samhengi kannaðar átta sameiningar sveitarfélaga á Íslandi sem áttu sér stað á kjörtímabilinu 2002-2006 og þær breytingar sem urðu á kostnaði sveitarfélaganna við rekstur grunnskólanna í kjölfar sameininganna.
Til að meta hvort stærðarhagkvæmni væri til staðar var notast við aðhvarfsgreiningu og fylgni mælingar. Til að leggja mat á hvaða breytingar hefðu orðið á kostnaði sveitarfélagana við sameiningu voru meðal útgjöld síðustu þrjú ár fyrir sameiningu borin saman við meðal útgjöld fyrstu þriggja ára eftir sameiningu.
Niðurstöðurnar voru að stærðarhagræði við rekstur grunnskóla er til staðar hjá sveitarfélögum á Íslandi. Sameiningar sveitarfélaga eru hins vegar engin ávísun á að kostnaður við rekstur grunnskóla lækki. Hjá þeim sveitafélögum sem kostnaðurinn lækkaði hvað mest voru litlar sem engar breytingar gerðar á fyrirkomulagi grunnskólanna við sameiningu. Hjá þeim sveitarfélögum sem gerðu miklar breytingar á rekstri grunnskóla sinna samfara sameiningu, jókst kostnaðurinn við rekstur grunnskólanna, í það minnsta á þriggja ára tímabilinu frá sameiningu sem kannað var.
Lykilorð: Sameining, sveitarfélög, stærðarhagræði, meðalkostnaður, grunnskólar, aðhvarfsgreining, fylgni.
This essay researches the size efficiency in Icelandic municipalities in connection with primary schools. In that context we take a closer look at eight consolidations of municipals that took place in the term 2002-2006, and the changes that these consolidations caused to the operating cost of the schools run by the municipalities that were united.
To evaluate if size efficiency exists, regression and correlation were used. To assess what changes had occurred in the cost of running the primary schools in connection with the consolidation of the municipalities, the average cost three years before consolidation was compared to the average cost three years after the consolidation.
The results are that size efficiency exists in the operation of primary schools with in municipals in Iceland. On the other hand consolidation of municipals is no guarantee for that the cost of operating primary schools will decrease. In the municipals that little or no changes were made to the way that the schools were operated, the cost of operating the schools was lower after the consolidation. On the other hand the municipals that made big changes to the way their schools were operated, saw an increase in operating costs, at least within the three years after consolidation that were taken into account.
Key words: Consolidation, municipals, size efficiency, average cost, primary school, correlation, regression.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skipt.stæ.mali.lokautg.pdf | 1.56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |