is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19172

Titill: 
 • Er gjaldtaka að ferðamannastöðum tækifæri til atvinnusköpunar?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands fjölgað mikið ár frá ári á öllum tímum ársins. Upphaf þessarar gríðarlegu aukningar má meðal annars rekja til veikingar íslensku krónunnar, markaðsátaka aðila innan ferðaþjónustunnar, betri samganga til landsins og umfjöllunar erlendra fjölmiðla um eldgosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum sem höfðu gríðarleg áhrif á flugumferð langt út fyrir landsteinana. Þessi fjölgun ferðamanna hefur flýtt fyrirsjáanlegum vandkvæðum við móttöku þeirra á ýmsum ferðamannastöðum og skapað ný vandamál á öðrum. Flestir vinsælustu áfangastaðir ferðafólks eru ekki tilbúnir til að taka á móti miklum fjölda gesta og er því mikil þörf fyrir framkvæmdir sem bæta aðgengi að þeim. Umræðan um þessar mundir snýst um hvernig fjármagna megi slíka uppbyggingu. Því hafa hugmyndir um gjaldtöku á ferðamannastöðum, til að standa straum af þessum kostnaði, orðið algengari undanfarið. Reyndar er gjaldtaka þegar hafin, á þremur ferðamannastöðum sem eru Kerið, Hveragarðurinn í Hveragerði og Bláa Lónið sem hóf gjaldtöku af þeim sem eingöngu koma að skoða lónið án þess að fara ofan í það. Áður hafði gjaldtaka verið á að minnsta kosti tveimur öðrum stöðum, Þríhnjúkagíg og Vatnshelli, en þar er aðkoma í hellana háð útbúnaði þeirra sem selja ferðirnar í hellana og gjaldtaka endurspeglar það. Gjaldtaka er vel þekkt víða um heim á ferðamannastöðum og því ekki neitt nýtt í augum erlendra ferðamanna, þó hún hafi ekki viðgengist hérlendis hingað til.
  Umræðan um gjaldtöku hefur fyrst og fremst snúist um framkvæmd hennar og útfærslu. Deilt er um hver á að sjá um gjaldtökuna, hvernig og hver fær tekjurnar ? Umræða um á hvaða hátt slík gjaldtaka á ferðamannastöðum getur verið atvinnuskapandi hefur ekki verið eins áberandi. Þau störf væru á landsbyggðinni og væru þau eflaust kærkomin viðbót í atvinnulíf og atvinnumöguleika þar.
  Þessi ritgerð mun skoða hvort gjaldtaka á ferðamannastöðum sé tækifæri til atvinnusköpunar. Til að leita svara við því verður skoðað hvort gjaldtaka sé fjárhagslega hagkvæm á vinsælum ferðamannastöðum og hvaða atvinnutækifæri gætu legið þar að baki.
  Þannig verður áherslan á að skoða Geysissvæðið, Reynisfjöru og Skógarfoss.

 • Útdráttur er á ensku

  For the last years the number of tourists visiting Iceland has been growing fast. This increase in the number of tourists has brought to the fore sooner than expected difficulties in receiving them at various destinations. Most of the popular tourist destinations are not prepared to receive such a fast growing number of visitors and an urgent need for improving access to them whilst protecting them has arisen. The debate at the moment is about how to finance such improvements. Therefore, the idea of charging entrance fees to selected key destinations, to cover the costs of improvements, has become more common recently. The debate on fees has primarily been focused on its execution and implementation. There are disputes over who should operate and be responsible for charging entrance fees and the improvements these are to fund.
  Discussion on job creation parallel to charging entrance fees has not been as pronounced. These jobs would be in destinations set in rural areas and they would provide a welcome addition to the economy and job opportunities there. This project will examine whether levying entrance fees can create jobs and meet the costs of improvements concomitantly.
  Keywords: Tourist, job creation, Iceland, entrance fees.

Samþykkt: 
 • 24.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð Helgi Gunnar Guðlaugsson.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna