is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19178

Titill: 
 • Áreiðanleiki fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmiðið með verkefninu er að kanna hversu áreiðanleg fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var á árunum 2002 til 2013 og hvort frávik frá áætlun sé meira í kringum sveitarstjórnarkosningar, árin 2002, 2006 og 2010. Úr varð eftirfarandi rannsóknarspurning:
  Hvaða áhrif hafa sveitarstjórnarkosningar á áreiðanleika fjárhagsáætlana Akureyrarbæjar?
  Akureyrarbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og voru íbúar í lok árs 2013 alls 17.966. Heildartekjur Akureyrarbæjar árið 2013 námu 18,7 milljörðum. Tekjur aðalsjóðs A-hluta voru 13,5 milljarðar og þar voru skatttekjur og framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélag 10,8 milljarðar. Það skiptir miklu máli að vel sé farið með fjármuni bæjarins því það er hagur kjósenda og allra íbúa að þeim sé ráðstafað skynsamlega og á ábyrgan hátt.
  Fjárhagsáætlun er stjórntæki sem ákveður hvernig fjármunum áætlunartímabils er ráðstafað og það er því mikilvægt að fjárhagsáætlun sé raunhæf og nákvæm.
  Hlutverk sveitarfélaga eru margþætt og því mikilvægt að fjármunum og verkefnum sé forgangsraðað, fjárhagsáætlun hjálpar þar til. Með nýjum lögum um sveitarstjórnir nr. 138/2011 voru gerðar breytingar á þeim hluta sem snýr að fjárhagsáætlanagerð. Stærsta breytingin er sú að fjárhagsáætlun næsta árs er bindandi fyrir ráðstöfun á fjármunum sveitarfélagsins og ekki er hægt að breyta henni nema með viðauka sem leggja þarf fyrir sveitarstjórn til samþykkis. Þetta leiðir til betri og vandaðra vinnubragða við áætlanagerð sveitarfélaga.
  Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að meiri frávik eru frá upphaflegri fjárhagsáætlun á kosningaári en venjulegu rekstrarári. Einnig sýna niðurstöður að áætlun fyrir skatttekjur eru nær rauntölum á kosningaári en önnur ár. Leiða má líkur að því að kjörnir fulltrúar hjá Akureyrarbæ hafi ráðstafað fjármunum á annan hátt á kosningaári í von um jákvæðri og betri árangur í komandi kosningum.

Samþykkt: 
 • 24.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áræðanleiki áætlunargerða sveitarfélaga - final.pdf1.26 MBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna