is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19181

Titill: 
  • Ávinningur af innleiðingu straumlínustjórnunar : innleiðing fjarskiptafélagsins Tals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta er lokaritgerð til B.Sc. prófs í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Umfjöllunarefni verkefnisins er innleiðing straumlínustjórnunar hjá fjarskiptafélaginu Tali og markmiðið var að skoða hvernig innleiðing fór fram þar, hvort hún hafi farið fram samkvæmt fræðum um straumlínustjórnun og hvort mælanlegur ávinningur hafi hlotist af innleiðingu.
    Til að leggja mat á þessi atriði voru fræðilegar kenningar á sviði straumlínustjórnunar skoðaðar, kenningar sem þóttu eiga við viðfangsefnið valdar og þeim gerð skil. Helsta rannsóknarðaðferðin sem var notuð var að taka djúpviðtöl við stjórnendur til að fá upplýsingar um það hvernig innleiðingin fór fram, hvert viðhorf þeirra var til innleiðingar, hvaða væntingar stjórnendur höfðu og hvar þeir töldu möguleika á því að eyða sóun. Töluleg gögn voru fengin til að leggja mat á mælanlegan árangur og sem liður í hagnýtu verkefni var spurningakönnun lögð fyrir alla starfsmenn til að fá innsýn í viðhorf og ánægju starfsmanna við breytingar sem þessar.
    Helstu niðurstöður sýna að Tal fór heldur óhefðbundnar leiðir við innleiðingu og byggði hana frekar á innsæi heldur en fræðum. Viðhorf stjórnenda gagnvart stefnubreytingum sem þessum virðist hafa áhrif á viðhorf starfsmanna og þrátt fyrir að hafa farið óhefðbundar leiðir við innleiðingu hefur náðst nokkuð góður mælanlegur ávinningur.

Athugasemdir: 
  • Verkefni er læst almenningi til 1. júní 2017
Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
verkefnipdf.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna