is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19182

Titill: 
  • Kostnaðargreining á leikskólum á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um kostnaðargreiningu á leikskólum á Akureyri fyrir árið 2013. Hún fjallar einnig um bókhald, hvernig það skiptist niður. Rannsóknarspurningarnar eru : hver er stærsti kostnaðarliðurinn hjá leikskólum á Akureyri og hver er helsti kostnaðarvaldurinn á leikskólum á Akureyri. Fjallað er almennt um bókhald, þróun þess rakin í stuttu máli lagalegar hliðar fyrirtækja sem skylt er að halda bókhald. Sagt er frá hvernig bókhald skiptist niður í þrjá hluta, rekstrar-, fjárhags,- og kostnaðarbókhald og fjallað sérstaklega um hvern og einn þeirra. Umfjöllun er um norska rannsókn sem hagfræðingurinn Trond Bjørnenak framkvæmdi á aðferðum við bókhald og þróun kostnaðarbókhalds í Noregi. Farið er yfir hvernig kostnaður skiptist niður hjá fyrirtækjum og nokkur kostnaðarhugtök skilgreind. Þá er sagt frá nokkrum gerðum kostnaðargreininga og þær útskýrðar, auk þess sem aðhvarfsgreining er tekin sérstaklega fyrir þar sem hún er undirstöðugreiningin í þessari ritgerð. Almenn er fjallað um rannsóknaraðferðir og sagt frá hvernig gögnum fyrir þessa ritgerð var safnað saman og hvaða rannsóknaraðferðir eru notaðar. Fjallað er almennt um leikskóla á Íslandi, hvaða lögum og reglugerðum þeir þurfa að fara eftir, einnig er skoðuð aðalnámsskrá leikskólanna. Fjórir leikskólar eru teknir fyrir og er sérstök umfjöllun um þá alla. Heildar rekstrarkostnaður þessara fjögurra leikskóla er skoðaður, sundurliðaður og borinn saman og aðhvarfsgreining gerð til að finna út hver er helsti kostnaðarvaldurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að leikskólarnir standa straum af misjafnlega miklum kostnaði en rauða línan í niðurstöðunum er sú að launakostnaður er þar í algeru aðalhlutverki. Aðrir kostnaðarliðir sem komu til greina voru húsnæðiskostnaður og annar rekstrarkostnaður sem ekki er skilgreindur nánar. Þegar leitað var eftir helsta kostaðarvaldinum kom í ljós að ekki er mikill munur á hvaða kostnaðarvaldur ber mestan þunga, en sá kostnaðarvaldur sem hafði hvað hæsta prósentutölu í fylgni var fjöldi nemenda. Aðrir kostnaðarvaldar voru fjöldi starfsmanna og stöðugilda og stærð húsnæðis og lóða í fermetrum.
    Lykilorð : Kostnaðargreining, aðhvarfsgreining, launakostnaður, kostnaðarvaldur, leikskólar.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19182


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðargreining á leikskólum á Akureyri, B.Sc. lokaverkefni.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna