is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19186

Titill: 
  • Bifreiðakaup á Íslandi í dag : kostir, gallar, framtíðarhorfur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um bílaflota Íslands og þær bifreiðar sem standa Íslenskum neytendum til boða. Tilgangur verkefnisins er að komast að hvort að Íslenskur bifreiðamarkaður sé tilbúin undir rafmagnsbifreiðavæðingu og þá annarra umhverfisvænni bifreiða. Rýnt var í erlendar rannsóknir á þessum efnum ásamt því að rætt var við nokkra lykilaðila í rafbílavæðingu á Íslandi. Farið er nokkuð yfir þær gerðir bifreiða sem standa Íslendingum til boða og skilgreint á milli þeirra. Litið er til þeirra kosta og galla sem fylgja núverandi og hugsanlegum framtíðar bílaflota Íslendinga frá sjónarmiði neytenda og ríkis og horft til framtíðar með það í huga.
    Helstu niðurstöður eru að á meðan verð á rafmagnsbifreiðum er svo mikið hærra en á sambærilegum bifreiðum, að þá þykir það ekki skynsamlegt að fjárfesta í slíkri bifreið. Samkeppni og þróun á þessum markaði er mikil og er líklegt að á næstu árum munu rafmagnsbifreiðar koma til með að lækka í verði og verða þá í sterkri samkeppni á bifreiðamarkaði erlendis og innanlands. Gott er þó að taka fram að það telst vera betri fjárfesting fyrir neytendur sem aka yfir 30.000 km á ári að fjárfesta í rafmagnsbifreið. Því telur skýrsluhöfundur að rafmagnsbifreiðar muni verða fýsileg fjárfesting eftir nokkur ár en ekki eins og markaðurinn er í dag.

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bifreiðakaup á Íslandi í dag.pdf1.25 MBOpinnPDFSkoða/Opna