is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19188

Titill: 
  • Breytingastjórnun : innleiðing Eden hugmyndafræðinnar á Öldrunarheimilum Akureyrar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa orðið á hjúkrunarheimilum á Íslandi undanfarin ár og kristallast breytingarnar í stefnu stjórnvalda á þann hátt að á hjúkrunarheimilum skuli auka heimilisbrag og sjálfræði íbúa. Menning margra hjúkrunarheimila hefur einkennst af stofnanabrag. Til að framfylgja stefnu stjórnvalda ákváðu Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) að innleiða Eden hugmyndafræðina en hún gengur út frá nýrri sýn og áherslum í þjónustu á hjúkrunarheimilum sem miða að því að íbúar öðlist innihaldsríkt líf.
    Markmið þessa verkefnis er að gera grein fyrir breytingastjórnun og hvernig kenningar í breytingastjórnun samrýmast innleiðingarferli Eden hugmyndafræðinnar á ÖA
    Gerð var eigindleg rannsókn þar sem snjóboltaúrtak var notað og tekin voru hálf stöðluð viðtöl við átta viðmælendur. Leitast var við að svara spurningum sem snerust meðal annars um hvað starfsfólk hefði að segja um upplifun sína af breytingaferlinu, þ.e. innleiðingu Eden hugmyndafræðinnar á ÖA og hvernig gengi að starfa eftir hugmyndafræðinni í dag.
    Viðmælendur voru sammála um að búið sé að festa Eden hugmyndafræðina í sessi á ÖA. Sex viðmælendur töldu að innleiðingin hafi gengið vel eða ágætlega og sjö af átta viðmælendum töldu að það gangi ágætlega eða mjög vel að starfa eftir hugmyndafræðinni. Lykilatriði í innleiðingu breytinganna voru þriggja daga Eden námskeið, um það voru allir viðmælendur sammála. Eingöngu þeir viðmælendur sem voru stjórnendur þekktu framtíðarsýn ÖA, þess vegna þarf að leggja aukna áherslu á miðlun framtíðarsýnar til starfsfólks.
    Lykilorð: Eden hugmyndafræðin, breytingastjórnun, hjúkrunarheimili, menning í skipulagsheildum

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years considerable changes have been made in the organization of caring for the elderly in nursing homes in Iceland. Changes initiated and implemented by government aim to increase the independence of residents and enhance the household atmosphere. Reacting to this policy, nursing homes in Akureyri (ÖA) decided to implement the Eden Alternative which addresses a new vision and places emphasis on service in nursing homes and giving inhabitants a more meaningful life.
    The aim of this thesis is to address organizational change and assess the level of consistency between change management theories and the implementation process of the Eden Alternative in ÖA.
    With snowball sampling eight individuals with different levels of involvement in the implementation process were interviewed. The goal was to understand people’s experience of the implementation process, of the Eden Alternative in ÖA.
    The interviewees were all in agreement about the fact that the Eden Alternative is “here to stay” in ÖA. Six of the interviewees think that the process has gone according to plan and seven out of eight of the interviewees believe that working according to the Eden Alternative had been successful. One of the key issues that helped with implementation, all of the interviewees agreed, was a three day Eden workshop. Only those interviewees that were administrators knew about the current vision of ÖA but the other five interviewees did not. The study found that a very important aspect of successful implementation involves staff having a shared vision.
    Keywords: Eden Alternative, organizational change, nursing home, organizational culture

Samþykkt: 
  • 24.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokaverkefni_Friðný_Björg_Sigurðardóttir.pdf903,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna