Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/192
Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á uppbyggingu endurhæfingarþjónustu á
vesturlöndum. Þjónustan fer nú fram í auknum mæli á göngu- og dagdeildum en sú þjónusta er
talin mun ódýrari og sveigjanlegri en legudeildarþjónusta. Þessi þróun er hafin á Íslandi meðal
annars með aukinni eftirfylgdarþjónustu. Fáar rannsóknir hafa verið birtar um hver reynsla
skjólstæðinganna er af þjónustunni og hvort endurhæfingin og eftirfylgdin bætir lífsgæði þeirra.
Markmið með þessari rannsókn var tvíþætt. Í fyrstlagi að kanna reynslu skjólstæðinga af
endurhæfingu inni á stofnun og eftirfylgd að hennlokinni. Í öðru lagi að fá mynd af lífsgæðum
skjólstæðinga eftir að nokkur tími er liðinn frá því að endurhæfingu inni á stofnun lauk.
Þátttakendur í rannsókninni voru valdir með hentugleikaúrtaki úr hópi skjólstæðinga
taugasviðs Reykjalundar. Þátttakendur voru 32, 21 kona og 11 karlar. Notað var megindlegt
rannsóknarsnið og upplýsinga aflað með spurningalista, sem rannsakendur sömdu sjálfir.
Rannsakendur fóru heim til þátttakenda með spurningalistana og voru þátttakendum innan
handar á meðan þeir svöruðu. Við úrvinnslu tölulegra gagna var tölfræðiforritið Statistical
Package for the Social Sciences (SPSS) notað. Til að lýsa niðurstöðum var notuð lýsandi
tölfræði.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram mikil ánægja með endurhæfingar- og
eftirfylgdarþjónustuna á taugasviði Reykjalundar. Árangur af endurhæfingunni var mikill
og gekk þátttakendum almennt nokkuð vel að viðhalda þeim árangri eftir að heim var
komið. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að þjónustan hafi verið skjólstæðingsmiðuð
og mikið tillit tekið til óska þátttakenda. Þátttakendur benda á nokkra þætti sem huga
iii
mætti betur að í endurhæfingunni. Til dæmis komu fram óskir um að fjölskyldu og
aðstandendum væri meira sinnt og er það í samræmi við það sem komið hefur í ljós í
erlendum rannsóknum.
Lykilorð: Endurhæfing, eftirfylgd, lífsgæði, taugasvið, teymisvinna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
endurhaefing.pdf | 4.56 MB | Opinn | Endurhæfing og eftirfylgd - heild | Skoða/Opna |