is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19201

Titill: 
  • Rannsókn á dómum Hæstaréttar um atriði sem áhrif hafa á þyngd refsinga vegna brota á 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 20. gr. sömu laga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að rannsaka hvað hefur áhrif á ákvörðun refsingar í málum sem kveða á um tilraun til manndráps fyrir Hæstarétti. Rannsóknartímabilið er frá árinu 1992 til ársins 2013. Fyrst er farið yfir sögu 211. gr. almennu hegningarlaganna nr. 19/1940 og 20. gr. sömu laga sem eru um tilraun til manndráps. Fjallað er um allar þær breytingar sem orðið hafa á ákvæðunum. Refsirammi 211. gr. alm. hgl. er skoðaður og ætlunin að kanna hversu mikið hann hafði verið nýttur á rannsóknartímabilinu. Meginkafli ritgerðarinnar snýr að rannsókn á dómum Hæstaréttar í málum sem kveða á um tilraun til manndráps. Heildarfjöldi dómanna á rannsóknartímabilinu voru 21 talsins. Í rannsókninni var farið yfir allan VIII. kafla alm. hgl. sem fjallar um hvað hefur áhrif á refsihæðina. Markmiðið var að athuga til hvaða ákvæða Hæstaréttardómarar litu til við ákvörðun refsingar í málum sem kveða á um tilraun til manndráps. Niðurstaðan er sú að ýmis atriði hafa áhrif á ákvörðun refsingar í málunum og það er samspil ákvæðanna sem að skiptir mestu máli. Sérstaklega var þó litið til þess hversu hrottafengin árásin var og hverjar afleiðingarnar voru af henni. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að það hafði töluverð áhrif á ákvörðun refsingar þegar að brotin voru framin í mikilli reiði eða geðshræringu þó svo að þau mál eru ekki mörg á rannsóknartímabilinu. Það sem kom einnig fram var að refsingarnar voru ekki þyngri eftir því sem að ásetningstigið var hærra. Að lokum var það talið ámælisvert hversu oft dómarar rökstyðja ekki niðurstöðu sína um ákvörðun refsingar í hverju máli fyrir sig.

  • Útdráttur er á ensku

    The main subject of the thesis is examination of the Icelandic Supreme Court judgments regarding attempted murder cases. The examination period is from 1992 to 2013. First the history of the 211th article of the General Penal Code nr. 19, February 12, 1940 is reviewed and also the 20th article of the same General Penal Code that regards attempted murder cases. All the changes that have been made over time in these articles are reviewed. The penalty frame of the 211th article was reviewed keeping in mind how much it has been used over the research period. The main chapter of the thesis is about the examination of the judgments of the Icelandic Supreme Court in attempted murder cases. The cases in the research period were counted to be a total of 21. In the research the whole VIII. chapter of the General Penal Code was reviewed - which is about what effects the weight of each penalty. The goal was to review what articles the Icelandic Supreme Court consideres when deciding the penalty of attempted murder cases. The conclusion came to be that various parameters have effect on each decision of penalty in these cases and the interactions of the articles strike to be the most important. Although especially, the severity and consequenses of the attacks were always considered in every decision. Also the research lead to believe that agitation and anger had much effect although regarding cases were not many on the research period. The research also revealed that the penalties did not get heavier although the intent of the accused was higher. Also to be seen reprehensible is that the judges did not always provide reason for their decisions of penalty in each case.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fanny Ósk Mellbin - BA ritgerð -tilraun til manndráps.pdf632.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna