is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19203

Titill: 
  • Krafan um sérkenni í vörumerkjarétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er í meginatriðum að varpa ljósi á kröfuna um sérkenni í vörumerkjarétti og þau sjónarmið sem liggja að baki reglunni. Í upphafsköflum ritgerðar-innar verður fjallað um almenn atriði tengd vörumerkjarétti á Íslandi. Fjalla fyrstu kaflarnir meðal annars um stöðu vörumerkjaréttar í lögfræðinni og hvað telst vera vörumerki. Þá verður stofnunarháttur slíkra vörumerkja skoðaður sem og gildistími þeirrar verndar sem fæst með vörumerkjarétti. Í kjölfarið verða brot gegn vörumerkjarétti skoðuð en í 5. kafla er síðan vikið að meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar, það er kröfunni um nægjanlegt sérkenni. Til að auka skilning lesanda á viðfangsefninu verður fyrst stuttlega fjallað almennt um kröfuna sjálfa sem og sögu hennar í íslenskum rétti. Ákvæðum vörumerkjalaga sem snúa að reglunni verða þá gerð skil en sérstaklega verður litið til 13. gr. laganna. Í 6. og 7. kafla er síðan farið yfir það sem getur valdið því að skráningaryfirvöld telji að vörumerki skorti sérkenni. Þá er skoðað hvort krafan sé eins fyrir allar tegundir vörumerkja og loks eru sjónarmið bak við regluna skoðuð. Í 8. kafla er síðan farið stuttlega yfir evrópsk áhrif á regluna og í þeim efnum eru stefnumarkandi dómar á borð við BABY-DRY og DOUBLEMINT skoðaðir, sem og þau áhrif sem þessir dómar höfðu á íslensku regluna. Í 9. kafla er síðan lagt í könnun þar sem er skoðað hvort íslenskur vörumerkjaréttur sé mögulega strangari en erlendur vörumerkjaréttur en í þeim efnum eru úrskurðir áfrýjunarnefndar og ákvarðanir Einkaleyfastofu skoðaðar þá sérstaklega með það í huga að skoða úrskurði eða ákvarðanir þar sem erlend vörumerki sem fengið hafa skráningu erlendis, meðal annars hjá OHIM, er synjað um skráningu hérlendis á grundvelli skorts á sérkenni. Í lokakafla ritgerðarinnar verða síðan lagðar fram niðurstöður höfundar um efni ritgerðarinnar og efnið dregið stuttlega saman.

  • Útdráttur er á ensku

    The main focus of this thesis is essentially to shed light on the requirement of a distinctive character in trademark law in Iceland and the underlying views behind the claim. The opening chapters discuss the general aspects of trademark law such as what constitutes as a trademark. The next chapters look at violation of trademark law and in chapter 5 the author moves towards the main topic of this thesis, which is the requirement of a distinctive character in trademark law. To enhance the reader's understanding of the subject the chapter that follows will briefly discuss the general requirements of the claim itself as well as the history behind it. There is also a short introduction to the provisions relating to the claim, especially article 13 in the Icelandic trademark law nr. 45/1997. Chapter 6 and 7 review the consequence of a lack of distinctive character in a trademark and the question of whether the claim is the same for all types of brands is investigated. Finally the viewpoints behind the claim are examined. In Chapter 8 there is a brief review of the impact European policy has had on the claim and judgments like BABY-DRY and DOUBLEMINT are reviewed as well as the impact they had in Iceland. Chapter 9 focuses on a research where the author investigates whether the Icelandic trademark law is potentially more stringent than trademark law abroad. In this respect the author takes a look at the rulings of the Appeals Committee and the decisions of the Patent Office and examines particularly the ruling for foreign trademarks that have received registration abroad, including OHIM, but are then refused registration in Iceland due to a lack of distinctive character. In the final chapter the conclusions of the author regarding the thesis topic will be briefly summarized.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Krafan um sérkenni í vörumerkjarétti.pdf426,86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna