is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19205

Titill: 
 • Áhrif tengingar geranda og brotaþola á refsiákvörðun í dómum Hæstaréttar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort tengsl milli geranda og brotaþola hafi áhrif á refsingu geranda í sakamáli. Í upphafi ritsins er fjallað um nýtt ákvæði, 3. mgr. 70. gr. alm. hgl., sem kom inn í almennu hegningarlögin nr.19/1940 árið 2006, og heimilar dómara að þyngja refsingu ef verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins. Að því loknu er leitast við að svara þeirri spurningu hvort Hæstiréttur Íslands hafi fyrir setningu ákvæðisins, frá árunum 2000 til ársins 2006, litið til tengingar geranda og brotaþola við ákvörðun refsingar. Því næst verður litið til þess hvort Hæstiréttur hafi tekið tillit til tengingar geranda og brotaþola eftir setningu ákvæðis 3. mgr. 70. gr. alm. hgl., frá árunum 2006 til ársins 2013. Í fjórða kafla ritsins verður svo rannsakað hvort að refsing geranda sem er tengdur brotaþola, sé almennt þyngri ef Hæstiréttur beitir ákvæðinu við ákvörðun refsingar.
  Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi afgerandi mun á því hvernig Hæstiréttur leit á tengingu milli geranda og brotaþola fyrir setningu ákvæðisins, frá árunum 2000 til ársins 2006, en rétturinn leit aðeins til tengingar geranda og brotaþola í kynferðisbrotum til þyngingar refsingar. Eftir setningu ákvæðisins, frá árunum 2006 til ársins 2013, sást greinilega að mismunandi kröfur voru gerðar hvað varðar tengingu geranda og brotaþola milli brotaflokka, strangari kröfur voru gerðar í manndráps- og tilraun til manndrápsmálum en gerðar voru í kynferðis- og líkamsárásarmálum. Hæstiréttur vísaði til ákvæðisins í öllum brotaflokkunum nema í manndrápsmálum. Þegar borin voru saman tvö sambærileg mál, þar sem var tenging í öðru málinu, en ekki hinu, var mismunandi milli brotaflokka hvort Hæstiréttur þyngdi refsingu vegna ákvæðis 3. mgr. 70. gr. alm. hgl. Virtist Hæstiréttur einungis þyngja refsingu þegar hann vísaði til ákvæðisins í líkamsárásarmálum og málum er varðar tilraun til manndráps en ekki í kynferðisbrotamálum.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this study is to explore whether a connection between the victim and the perpetrator has any effect on the outcome of a verdict. The first part goes into detail about a new article, article 70(3), that was added to the general penal code no. 19, February 12, 1940 in the year 2006, which authorizes a judge to give increased penalty if the offense is directed at someone that is related or close to the perpetrator and their relations are thought to have affected the severity of the offense. In the following part we will look into the years before this article was set, from 2000 to 2006, and seek answers to whether The Supreme Court of Iceland took relations into account. Thereafter we will look to the years 2006 to 2013, after the article was set, and see if The Supreme Court looked into relations when determining penalties. In the fourth chapter we will study if the penalty of a perpetrator that has close relations the victim is in general heavier if The Supreme Court applies this article.
  The result of this study showed a clear difference in how the Supreme Court looked at relations before and after the article was set. From the years between 2000 and 2006 the court only took relations into account when the offenses were of sexual nature. After the article was set in 2006 and to the year 2013, it was clear that different requirements were made in terms of relations between the two. Requirements were stricter in homicide and attempted murder cases. The Supreme Court referred to the article in all offense categories except for homicides. When two similar cases were compared, where there was a connection in one case and not the other, it was different between offense categories whether penalties were more severe due to the new article.

Samþykkt: 
 • 26.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKILBARITGERÐ.pdf653.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna