is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19206

Titill: 
 • Áhrif dóms Hæstaréttar í Toyota máli nr. 555/2012 á skattaskipulagningu fyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um þau áhrif sem dómur Hæstaréttar í svokölluðu Toyota máli, hefur á skattaskipulagningu fyrirtækja á Íslandi. Þar var frádrætti vaxtagjalda hafnað hjá yfirtökufélagi, eftir öfugan samruna, í kjölfar skuldsettrar yfirtöku. Sérstök áhersla verður lögð á áhrif dómsins á skattaskipulagningu félaga á Íslandi og úrræði þeirra í ljósi dómsins.
  Í upphafi ritgerðar verður farið almennt yfir hugtökin skattur, skattaskipulagning, félagaréttarlegur og skattaréttarlegur samruni, skattasniðganga, skuldsett yfirtaka og öfugur samruni. Ítarleg skil verða gerð á Toyota málinu, en farið verður yfir aðdraganda málsins, málsatvik, málsástæður og lagarök aðila og dóma héraðsdóms og Hæstaréttar. Því næst verður vikið að öðrum úrskurðum ríkisskattstjóra og dómum Hæstaréttar, sem svipa mjög til Toyota dómsins. Loks verður farið yfir hvaða áhrif dómurinn kann að hafa og hvaða úrræði standa fyrirtækjum til boða.
  Niðurstaða ritgerðarinnar bendir til þess Hæstiréttur hafi með öllu girt fyrir frádráttarbærni vaxtagjalda í kjölfar samruna og skuldsettrar yfirtöku. Þetta á hefur skilað nokkrum milljörðum í ríkissjóð og búast má við að fleiri mál falli á næstu misserum hjá yfirskattanefnd. Áður en dómur í Toyota málinu féll voru aðrar leiðir færar fyrir fyrirtækin og enn eru í boði leiðir til að ná fram sömu niðurstöðu. Félög sem sætt hafa endurálagningu kunna að eiga bótarétt á hendur þeirra endurskoðenda eða lögmanna sem ráðlögðu þeim að gjaldfæra vaxtagjöldin.

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis my emphasis will be put on what effect the ruling of the supreme court in the so-called Toyota-case, has had on tax planning for icelandic companies. In that case, the supreme court rejected that companies were allowed to deduct the interest costs as expenses, after a reverse vertical merger following a leveraged buyout. My emphasis will be put on the effect the ruling has had on tax planning for icelandic companies and which remedies these companies have at their disposal following the ruling.
  In the first chapters there will be a general discussion about basic terms such as tax, tax planning, mergers, tax evation, leveraged buyout and reverse vertical merger. There will be a detailed discussion about the Toyota case, the prelude, issues of facts, pleas in law and the ruling of the district court and the Supreme Court. Following the ruling there have been numeral administrative proceedings concerning the same subject and one ruling of the Supreme Court and there will be a short discussion of these cases and their effect on the Icelandic treasury finances. Finally there will be a discussion of the remedies that the companies have at their disposal following the ruling.
  The conclusion of the thesis is that the Supreme Court has rejected all possible ways to deduct interest costs after a leveraged buyout and reverse vertigal merger. These rulings of the Supreme Court and the icelandic tax authorities have resulted in fines upon billions of icelandic kroners. The thesis shows that it was possible to achieve the same goal with other measures. The companies who have had to pay these fees might have a right of compensations from the accountants or lawyers who advised to deduct the interest cost.

Samþykkt: 
 • 26.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19206


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif dóms Hæstaréttar í Toyota máli á skattaskipulagningu fyrirtækja.pdf776.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna