Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19213
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að útskýra helstu reglur er varða skattlagningu söluhagnaðar hinna ýmsu eigna og álitaefni sem sprottið geta upp varðandi umrædda skattlagningu. Í öðrum kafla ritgerðarinnar gerir höfundur, samhengisins vegna, grein fyrir því hvað felst í hugtakinu skattur. Í þriðja kafla er síðan stuttlega fjallað um það hvaða tekjur teljast skattskyldar, hvernig þær tekjur skiptast upp í mismunandi flokka og hvert sé skatthlutfall hvers flokks um sig. Einn flokkur þessara skattskyldu tekna er söluhagnaður eigna og er fjórði kafli ritgerðarinnar af þeim sökum tileinkaður umfjöllun um söluhagnað og skattlagningu hans. Í fimmta kafla er loks fjallað um það hvenær, og ef svo er hvernig, hægt sé að nýta tap á móti hagnaði sams konar eigna til að lækka skattgreiðslur, sbr. 24. gr. tekjuskattslaganna. Dómstólar og skattyfirvöld hafa túlkað skilyrði frádráttarheimildar 24. gr. tekjuskattslaganna þröngt og verða til að mynda eignir að vera nákvæmlega sams konar til að heimilt sé að nýta frádráttarheimildina. Þá tekur höfundur til skoðunar nýlega breytingu á tekjuskattslögunum er varðar skattlagningu hagnaðar af afleiðuviðskiptum og hvaða skattalegu áhrif umrædd breyting hefur. Fyrir breytinguna gat raunveruleikinn verið sá að nettóhagnaður af ákveðnum afleiðuviðskiptum var í raun enginn en skattlagning umtalsverð engu að síður. Síðasti hluti fimmta kafla er síðan tileinkaður umfjöllun um skattalega meðferð tekna af hlutdeildarskírteinum. Í sjötta og síðasta kafla ritgerðarinnar fer höfundur yfir það hvernig söluhagnaður hefur áhrif á skipulagningu og skiptingu félaga. Sérstök umfjöllun er um hvort möguleiki sé á skattasniðgöngu við skiptingu félaga en skattyfirvöld hafa talið svo geta verið þegar tilgangurinn er einungis að spara skattgreiðslur.
The main objective of this thesis is to explain the basic rules relating to the taxation of capital gains of the various assets and issues that concerns it. In the second chapter of the thesis the author explains the concept of tax. The third chapter is dedicated to what is considered taxable income, how it is divided up into different categories and what the tax rate for each class is. Capital gains is one group of taxable income and the fourth chapter is dedicated to the discussion of capital gains and the taxation of it. The fifth chapter finally discusses how losses can be used to lower tax payments. Courts and tax authorities have interpreted narrowly the deduction authorization requirements of Article 24 of the Icelandic Income Tax Act and for example assets have to be exactly identical in order to exercise the deduction authorization. Furthermore, the author examined recent changes in tax laws regarding the taxation of profits from derivatives and the tax effect these changes have. Income from derivatives is now considered capital gains instead of interest, so before the amendment the taxation could be significant though the net profit was none. The last part of the fifth chapter is devoted to a discussion of the tax treatment of income from the companies. In the final chapter, the author discusses how capital gains affect the organization and division of companies. Special consideration will be about whether there is a possibility of tax avoidance with the division and tax authorities have thought so can be when the purpose is only to save tax payments.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skattlagning söluhagnaðar.pdf | 518.98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |