is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19215

Titill: 
  • Ne bis in idem regla 4. gr 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994 og tengsl reglunnar við álagningsheimild skattayfirvalda á Íslandi samkvæmt 108. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er meginreglan um Ne bis in idem skoðuð og lögð er sérstök áhersla á regluna eins hún kemur fyrir í 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. Reglan kveður á þann rétt aðila að vera ekki refsað tvisvar fyrir sama brotið. Ljóst er að dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ekki alltaf verið skýr í gegnum tíðina og verður því mikil áhersla lögð á stefnumótandi dóma dómstólsins um regluna til að leiða fram hvernig inntak reglunnar hefur þróast í framkvæmd og hvernig hún er í dag. Einnig verður í því samhengi skoðuð ýmis rit fræðimanna um bæði dóma og efnið almennt. Auk þess verða íslenskir dómar skoðaðir þar sem reglan kemur fyrir, einkum dómar sem fjalla um regluna í tengslum við 108. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Að lokum verður álagningaheimild skattayfirvalda samkvæmt 108. gr. laga um tekjuskatt skoðuð og velt verður upp álitefnum sem gætu skipt máli við mat á því hvort að sú grein fari gegn þeim rétti sem er veittur með 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.

Samþykkt: 
  • 26.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - loka.pdf386.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna