is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19216

Titill: 
 • Almennar skilgreiningar um viðskipti innherja og valdmörk dómstóla við úrlausn slíkra mála
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að leiða í ljós hver valdmörk dómstóla eru við úrlausn mála, þá sérstaklega með tilliti til innherjaviðskipta. Verður þá helst tekið til rannsóknar mál Hrd. 17. febrúar 2012 í máli nr. 279/2011, en það hefur verið nokkuð áberandi í umræðunni síðustu ár.
  Í upphafi ritgerðarinnar verður farið yfir nokkrar helstu skilgreiningar er varða viðskipti innherja, en það verður að teljast mikilvægur grundvöllur til frekari skilnings á umræddu dómsmáli og þeirri gagnrýni sem það hefur hlotið. Þá verður fjallað um forsögu lagaákvæða um innherjaviðskipti, áhrif frá Evrópurétti, þýðingu þess að vera skilgreindur sem innherji og áhrif hvers flokks fyrir sig, auk þess sem gerð verður grein fyrir því hvað telst til innherjaupplýsinga. Í 5. kafla verður svo farið í þungamiðju ritgerðarinnar. Reynt verður að leita skýringar á þeim óvenjulegu aðferðum sem Hæstiréttur beitti í áðurnefndu dómsmáli. Nálgast höfundur viðfangsefnið fyrst út frá þeim almennu reglum sem gilda um valdmörk dómstóla, en slíkt vald sætir takmörkunum sem mikilvægt er að dómarar fylgi. Með hliðsjón af því verður skoðað hvort Hæstiréttur hafi með aðferðum sínum í umræddu máli brotið gegn ákvæði 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, það er að segja sakfellt ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greindi. Í ljósi þeirra gagna sem höfundur hafði undir höndum við gerð þessarar ritgerðar var komist að þeirri niðurstöðu að um brot gegn nefndu ákvæði sakamálalaga hafi verið að ræða.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this bachelor’s thesis is to reveal the limits of the power courts have, in the resolution of cases, especially with respect to insider trading. The Author will cite research issues of the Supreme Court of Iceland from February 17th, 2012 in Case No 279/2011, which has been prominently debated for the past couple of years.
  At the beginning of the thesis the basic definitions relating to insider trading will be dicussed. It is considered an important basis fo the further understanding of the aforementioned court action and the criticism it has received. The first few chapters will go over the legislative history of insider trading. Then the impact of European Law and it’s signigicance being defined as an insider an the impact of each category, in addition to defining what constitutes insider information. Section 5 will then go on to the main issue of the thesis. Seeking to clarify the unusual methods applied in the aforementioned Supreme Court case. The author will approach the subject from the general rules governing the limits of powers of the courts. Furthermore the question of whether the Supreme Court has, with their approach in the aforementioned case, violated the provisions of paragraph 1 in Article 180 of law regarding treatment of Criminal Cases, No 88/2008, that is finding the defendant guilty for other behaviors than those identified in the indictment. In light of the data which the Author has gathered in preparation of this paper, it was the finding of this thesis that the aforementioned Article of law regarding treatment of Criminal Cases, was violated.

Samþykkt: 
 • 26.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva Oliversdóttir-BA ritgerð.pdf418.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna