en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Iceland University of the Arts > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (MA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19228

Title: 
  • Title is in Icelandic Andvarp
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Andvarp var lifandi myndlistarverk sem fram fór á fjögurra vikna tímabili í Gerðarsafni í Kópavogi á útskrifasýningu meistaranema í myndlist og hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2014. Verkið var sniðið inn í safnið og byggði á sviðsettum senum. Flytjendur í hlutverkum „andvarpenda“ féllu inn í umhverfið og tjáðu sig innan ákveðins ramma en með persónulegu sniði. Andvörp framkallast yfirleitt ósjálfrátt og ómeðvitað. Uppspretta og blæbrigði andvarpa eru mismunandi og túlkun fólks breytileg. Útfærsla Andvarps var vandasöm enda andvörp krefjandi viðfangsefni á fjölbreyttri samsýningu í stóru og opnu listasafni. Undirbúningsvinna með flytjendum var mjög mikilvægur þáttur í framkvæmd verksins. Andvarp var einfalt verk á yfirborðinu en undir niðri marglaga. Það átti sér stund og stað í núinu. Það sem eftir stendur er reynsla og upplifun áhorfenda, flytjenda og listakonunnar sjálfrar. Andvarp var lúmskt og hálf ósýnilegt verk. Áhorfendur sem urðu þess varir urðu tvístígandi og sýndu fjölbreytileg viðbrögð. Verkið tilheyrir flokki langvarandi lifandi verka en liggur á mörkum myndlistar og leiklistar. Því svipar til verka Tino Seghal sem gerir tilbúnar aðstæður (constructed situations) þar sem þjálfaðir flytjendur sem falla inn í umhverfið fara með hlutverk sem oft leiða til samskipta við áhorfendur. Langvarandi gjörningur Marina Abramovic The Artist is Present (2010) líkist verkinu Andvarp að því leyti að það varði í margar vikur og fékk safngesti til þess að staldra við, nema og spegla sjálfa sig. Hundrað árum eftir að Ready made kom fram á sjónarsviðið birtist það í formi flytjenda í langvarandi gjörningum. Leiklist og gjörningalist skarast á marga vegu þó margt sé ólíkt. Andvarp hefur tengingu við sviðsverk Magnúsar Pálssonar sem vinnur í nánum tengslum við flytjendur verka sinna. Andvarp var sviðsettur leikur í listasafni með sterkan raunsæis-tón. Tilraun með sterka nærveru en viðkvæma orku í opinberu rými. Með verkinu var áhorfendum gefinn kostur á að nema lifandi efnivið og aðstæður í listasafni en jafnframt spegla sjálfa sig og viðhorf sitt til listarinnar.

Accepted: 
  • Jun 27, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19228


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA-ANDVARP.pdf2.32 MBLockedHeildartextiPDF