is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19231

Titill: 
 • Málhljóðaröskun íslenskra barna: Mat á fjórum greiningarleiðum
 • Titill er á ensku Speech sound disorder in Icelandic children: Assessment of four diagnostic methods
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsóknir á framburði íslenskra barna og framburðarfrávikum eru af skornum skammti en síðustu ár hefur áhugi á viðfangsefninu aukist. Á Íslandi eru engar rannsóknir til um greiningarleiðir til að meta málhljóðaröskun hjá íslenskum börnum og er þetta verkefni því það fyrsta sem skoðar ólíkar aðferðir við þess háttar mat. Fjórar ólíkar greiningarleiðir voru kannaðar með það að markmiði að finna leið sem myndi falla vel að íslensku hljóðkerfi ásamt því að gefa áreiðanlegar niðurstöður um alvarleika málhljóðaröskunar. Með því að skoða ólíkar aðferðir var leitast eftir að finna áreiðanlegt matstæki sem auðveldar talmeinafræðingum að greina og meta málhljóðaröskun og velja matstæki sem hentar hverjum skjólstæðingi fyrir sig.
  Greiningarleiðirnar fjórar sem skoðaðar voru eru:
  1) Hlutfall réttrar samhljóðamyndunar (e. Percentage of Consonant Correct; PCC)
  2) Samsvörun orða (e. Whole Word Match)
  3) Hljóðferlagreining (e. Phonological Process Analysis)
  4) Ólínuleg hljóðkerfisgreining (e. Non-linear Phonological Scan Analysis)
  Þátttakendur rannsóknarinnar voru 32 íslensk börn á aldrinum 3;1-4;3 ára. Börnin skiptust í tvo hópa; rannsóknarhóp þar sem börn voru með greind frávik í framburði og samanburðarhóp þar sem voru börn með dæmigerðan framburð. Í hvorum hóp voru fimm stúlkur og 11 drengir. Öll börn voru metin með greiningarleiðunum fjórum og niðurstöður teknar saman.
  Niðurstöður benda til þess að Ólínuleg hljóðkerfisgreining (ÓLH) falli best að íslensku máli en aftur á móti er hún nokkuð tímafrek og ólíklegt að hún sé hentug í daglegu starfi talmeinafræðinga. Hlutfall réttrar samhljóðamyndunar (hér eftir PCC) og Samsvörun orða virðast ekki gefa áreiðanlegar niðurstöður um alvarleika málhljóðaröskunar hjá íslenskum börnum í ljósi þess hve næmar þær eru en jafnframt segja þær lítið til um hljóðkerfi barna. Hljóðferlagreining fellur ágætlega að íslensku máli en dugir ekki ein og sér til að meta alvarleika frávikanna. Aðferðir eins og PCC er hægt að aðlaga að íslenskunni og gerð er tillaga um slíkt í ritgerðinni. Ljóst er að fleiri rannsókna á þessu sviði er þörf til að fá betur úr því skorið hvaða greiningarleið segir helst til um alvarleika frávikanna.

 • Útdráttur er á ensku

  Research on articulation and phonological disorders in Icelandic children are limited but in recent years, there has been an increased interest in the subject. There are no Icelandic studies available that explore different diagnostic methods for assessing speech sound disorders in Icelandic children. This project is therefore the first one to explore different methods for such evaluation. Four different diagnostic approaches were investigated with the aim to find an approach that would fit well with the Icelandic sound system as well as give reliable results for the severity of speech sound disorders. These four diagnostic methods were compared in order to find a reliable assessment tools that facilitates speech therapists to identify and evaluate speech sound disorder and select assessment tool that will suit each client.
  The four methods viewed were:
  1) Percentage of Consonant Correct (PCC)
  2) Whole Word Match
  3) Phonological Process Analysis
  4) Nonlinear Scan Analysis.
  Participants of the study were 32 Icelandic children, 3;1-4;3 years old, divided into two groups. Children in the research group had previously been diagnosed with speech sound disorders and children in the control group had typical articulation and phonological skills. In each group there were 5 girls and 11 boys. All children were assessed by using these four methods and the results were summarized.
  The results indicate that the Non-Linear Scan Analysis is best suited for the Icelandic language but it however takes quite a long time to fill out and is unlikely to be suitable for specialists in their everyday work. PCC and Whole Word Match did not seem to give reliable results on the severity of speech sound disorder in Icelandic children given how sensitive they are. They also give little information about the children’s sound system. Phonological Process Analysis fits well with the Icelandic language but it is not well suited to assess the severity of the deviation. Methods such as PCC can be customized to the Icelandic language as is proposed in this thesis. It is clear that more research is needed to better clarify which method gives reliable results for the severity of speech sound disorders in Icelandic-speaking children.

Samþykkt: 
 • 30.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð lokaeintak.pdf762.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna