is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19232

Titill: 
  • Hlutverk íslensks ríkisolíufélags í stjórnun og nýtingu kolvetnisauðlinda
  • Titill er á ensku Role of a national oil company in petroleum sector in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Olíuiðnaður er atvinnugrein þar sem miklir efnahagslegir- og pólitískir hagsmunir togast á, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Olíuvinnsla krefst umtalsverða fjárfestinga en getur skilað miklum tekjum ef vinnanlegt magn finnst. Mikil tækifæri eru til aukinnar verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi ef leit á Drekasvæðinu við Jan Mayen ber árangur. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar gefið út þrjú rannsóknar- og vinnsluleyfi til kolvetnisvinnslu og er því brýnt að íslensk stjórnvöld móti stefnu um aðkoma sína að kolvetnisvinnslu. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða mögulegt hlutverk ríkisolíufélags í stjórnun og nýtingu kolvetnisauðlinda við strendur Íslands. Jafnframt verður skoðað með hvaða hætti íslenska ríkið getur stutt við uppbyggingu íslensks iðnaðar og þekkingar í olíuiðnaði og hvaða takmarkanir íslenska ríkinu eru settar með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur samningsins um Evrópska Efnahagssvæðið hafa mikil áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja innan Evrópska efnahagssvæðisins, þar sem fjórfrelsisreglur EES-samningsins veita einstaklingum og fyrirtækjum víðtækan rétt til að setjast að og eiga viðskipti yfir landamæri án hindrana.
    Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu leiðir til þess að íslenska ríkið er skuldbundið til að tryggja samræmda beitingu reglna EES-samningsins í íslenskri löggjöf og að túlkun hans sé með samræmdum hætti. Að sama skapi mega aðgerðir íslenskra stjórnvalda ekki vera til þess fallnar að raska samkeppnisstöðu fyrirtækja á EES-svæðinu sem getur haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkjanna. Nauðsynlegt er því að greina það svigrúm sem EES-samningurinn veitir ríkisreknum fyrirtækjum og stjórnvöldum til uppbyggingar íslensks atvinnulífs og með hvaða hætti ríkisolíufélag getur stuðlað að tækni- og þekkingaröflun sem hagnast getur samfélaginu til lengri tíma litið.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2060
Samþykkt: 
  • 30.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ml ritgerd_HBK_skil.pdf980.57 kBLokaður til...01.05.2060HeildartextiPDF