is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1924

Titill: 
  • Austfirðingasögur : fræðileg umfjöllun um Austfirðingasögur og notkun þeirra við kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er umfjöllun um Austfirðingasögur og notkun þeirra við kennslu. Fjallað verður um innihald fimm sagna frá Austfjörðum. Þær eru Fljótsdæla saga, Droplaugarsona saga, Þorsteins þáttur stangarhöggs, Vopnfirðinga saga og Hrafnkels saga. Rætt verður um sérstöðu sagna frá Austfjörðum og tengsl þeirra innbyrðis. Þegar fornar frásagnir á borð við Austfirðingasögur eru kenndar eru nauðsynlegt að styðjast við fjölbreyttar kennsluaðferðir. Markmiðið er að endurlífga sögurnar. Í því sambandi er tilvalið að styðjast við aðferðir á borð við útikennslu, skoðunarferðir á söguslóðir, hlutverkaleiki og hina skosku söguaðferð. Tenging fornsagna við nútíma og miðlun er einnig góður kostur.
    Sérstaklega verður fjallað um sóknarfæri fyrir austfirska skóla varðandi kennslu á Austfirðingasögum. Tækifærin felast meðal annars í staðsetningu skólanna sem eru handan við hornið á söguslóðum sagnanna og í sérstöðu fámennra skóla. Innan slíkra skóla má nýta kennsluaðferðir sem koma að góðum notum varðandi kennslu á sögunum. Sökum fámennis og einfalds skipulags má þannig nýta útikennslu og vettvangsferðir á söguslóðir í auknum mæli. Að lokum birtast nokkrar kennsluhugmyndir sem geta komið að góðum notum varðandi kennslu á Austfirðingasögum.
    Lykilorð: Kennsluefni.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 17.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
360.pdf304.28 kBLokaðurHeildartextiPDF