is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19242

Titill: 
 • Upplýsingaskipti á milli keppinauta: Hvar liggja mörk lögmætra og ólögmætra upplýsingaskipta?
 • Titill er á ensku Information exchanges between competitors: Where lies the borderline between lawful and unlawful information exchanges?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er í meginatriðum að kanna hvar mörkin milli lögmætra og ólögmætra upplýsingaskipta liggja með tilliti til leiðbeinandi reglna Eftirlitsstofnunar EFTA, ákvarðana Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Samkeppniseftirlitsins ásamt dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins.
  Í upphafi ritgerðar er gerð grein fyrir almennum skilyrðum 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 sem þurfa að vera uppfyllt til þess að upplýsingaskipti geti talist brot á samkeppnislögum. Varpað er síðan ljósi á helstu birtingarmyndir ólögmætra upplýsingaskipta í þriðja kafla í þeim tilgangi að sýna hvernig keppinautar geta brotið samkeppnislög með upplýsingaskiptum. Þá er vikið að meginviðfangsefni ritgerðarinnar í fjórða kafla sem varðar mat á upplýsingaskiptum. Í kaflanum er fjallað um jákvæð og neikvæð áhrif upplýsingaskipta, skilin á milli einhliða og tvíhliða upplýsingaskipta, einhliða tilkynningar sem geta talist til samstilltra aðgerða og upplýsingaskipti sem teljast hafa það annað hvort að markmiði að raska samkeppni eða þau áhrif. Í fimmta kafla er sjónum beint að einkennum markaðarins sem hafa þýðingu þegar metið er hvort upplýsingaskipti hafi þau áhrif að raska samkeppni. Að lokum er fjallað um helstu sjónarmiðin sem koma til skoðunar samhliða markaðsgerðinni við athugun á áhrifum upplýsingaskipta á samkeppni.
  Athugunin leiddi í ljós að ekki er hægt að draga skýra línu á milli upplýsingaskipta sem teljast lögmæt og ólögmæt, á þeim grundvelli að mat á áhrifum þess ræðst af samspili tegundar og eðli upplýsinga, tíðni upplýsingaskipta og einkennum viðkomandi markaðar. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að alhæfa um samkeppnisleg áhrif upplýsingaskipta er unnt að draga ákveðnar ályktanir sem taka má mið af. Gera má ráð fyrir að keppinautum sé heimilt að skiptast á upplýsingum sem snerta ekki viðskiptaleg málefni fyrirtækis með neinum hætti, varða nægilega gamlar upplýsingar, snerta fyllilega opinberar upplýsingar og sem taka til heildartalna frá fjórum eða fleiri fyrirtækjum, með þeim fyrirvara að ekki sé unnt að greina einstök fyrirtæki í tölunum og að upplýsingaskiptin eigi sér ekki stað á stöðugum fákeppnismarkaði.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is essentially to examine where the borderline lies between lawful and unlawful information exchanges, with regard to EFTA Surveillance Authority‘s guidelines, the decisions of the European Commission and the Icelandic Competition Authority as well as the case law of the European Court of Justice.
  General requirements of Article 10 of the Icelandic Competition law no. 44/2005 are first addressed which need to be fulfilled in order for information exchanges to be viewed as a possible violation of competition law. The main manifestations of unlawful information exchanges are discussed in the third chapter, with the purpose of showing the ways in which competitors can violate competition law. The fourth chapter provides for the subject matter of the thesis, namely the assessment of information exchanges. The chapter sets out the positive and negative effects of information exchanges, the dividing line between unilateral and bilateral information exchanges, unilateral announcements which can constitute a concerted practice and information exchanges which are considered a restriction of competition by object or effect. The fifth chapter examines the market characteristics which need to be taken into consideration when assessing information exchanges. The final chapter discusses the main characteristics of information exchanges which need to be examined alongside the market characteristics.
  The examination provided for in the thesis revealed that it is not possible to draw a clear line between information exchanges which are considered lawful and unlawful, because the likely effects of an information exchange depends on the interplay between the type and the nature of the information, frequency of the information exchange and the market characteristics. Even though the effects of information exchanges cannot be generalised, some conclusions can be inferred that may act as guidelines. It can be presumed that competitors are allowed to exchange information which do not involve strategic business information in any way, information which are old enough, genuinely public information and information which include aggregated data from four or more companies, with the condition that individual companies cannot be detected in the data and that the information exchanges do not occur in a stable oligopolistic market.

Samþykkt: 
 • 1.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Hrefna Þórsdóttir.pdf912.92 kBLokaður til...30.09.2088HeildartextiPDF