Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19243
Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er að greina „Áhrif flokkunar virkjunarkosta í rammaáætlun á eignarréttindi handhafa orkuréttinda“. Var leitast við að greina, annars vegar hvort flokkun virkjunarkosta rammaáætlunar feli í sér bótaskyldar takmarkanir skv. eignarréttarvernd 1. mgr. 72. gr. Stjskr. og 1. mgr. samningsviðauka nr. 1 við MSE og hins vegar hvort flokkun virkjunarkosta í orkunýtingarflokk rammaáætlunar kunni að styrkja eignarréttindi handhafa orkuréttinda á grundvelli sjónarmiða um réttmætar væntingar.
Ritgerðinni er skipt í fimm meginkafla. Í öðrum kafla er greind eignarréttarvernd og skil milli bótaskyldra skerðinga og skerðinga sem heimilaðar eru án þess að stofnist bótaskylda, auk þess sem skoðuð voru sjónarmið um réttmætar væntingar. Í þriðja kafla eru orkuréttindi greind og takmarkanir er þau sæta. Í fjórða kafla eru lvo. og lögskýringargögn með þeim greind, með megináherslu á að greina takmarkanir og áhrif flokkunar virkjunarkosta í rammaáætlun.
Í fimmta kafla eru settar fram niðurstöður um réttmætar væntingar, sem í grófum dráttum eru þær að litlar líkur séu á að handhafi orkuréttinda njóti réttmætra væntinga um að mega virkja orkuréttindi sín. Þó gæti sá eignarréttur að vissu leyti verið sterkari, þar sem óvissu með að virkjunarframkvæmd samrýmist skipulagsáætlunum sveitarfélaga, hafi verið eytt, auk þess sem svigrúm stjórnvalda við veitingu orkunýtingarleyfa kunni að hafa þrengst.
Í sjötta kafla eru settar fram niðurstöður um hvort takmarkanir við flokkun virkjunarkosta rammaáætlunar séu bótaskyldar. Niðurstöðurnar, í grófum dráttum, eru að litlar líkur eru á að takmarkanir feli í sér bótaskyldar skerðingar. Þó kunni bótaskylda að stofnast við friðlýsingu eða við það að virkjunarkostir verði lengi í bið- og/eða verndarflokki, þannig að takmörkun rammaáætlunar teljist varanleg
The research question of the thesis is to analyse "the impact of categorization of harnessing options in the framework programme on the property rights of holders of energy rights". In order to do so, the author endeavours to analyse, on the one hand whether categorization of harnessing options involves restrictions, liable for damage, according to property rights protection of the 1st sentence of article 72 of the Constitution, and 1st sentence of contract amendment no 1 to the European Convention on Human Rights. On the other hand whether categorization of harnessing options into energy utilization category of the framework programme may strengthen property rights of holders of energy rights on the basis of opinions on legitimate expectations.
The thesis is divided into five main chapters. In Chapter Two, property rights protection is analysed, as well as the boundaries between curtailments, liable for damage, and curtailments allowed without incurring liability and opinions on legitimate expectations. In Chapter Three, energy rights are analysed, as well as the restrictions they are subjected to. In Chapter Four, the Act on Conservation and Energy Utilization Plan is analysed, as well as its preparatory works, with the main emphasis on analysis of restrictions and impact of categorization of harnessing options in the framework programme.
In Chapter Five, results are presented, which show the unlikelihood of a holder of energy rights enjoying legitimate expectations of being allowed to harness his/her energy rights, although the property right of the holder could up to a point be stronger, since the uncertainty that building a power plant is in agreement with zoning plans of municipalities has been eliminated. Furthermore, the leeway of the authorities when awarding energy utilization licence may have been constricted.
In Chapter Six, results are presented on whether restrictions, when categorizing harnessing options of the framework programme, are liable for damage. The results, roughly speaking, show the unlikelihood of restrictions involving curtailments liable for damage, although liability may be incurred by protection, or if harnessing options stay in wait- or conservation category for a long time, so that the restriction of the framework programme becomes permanent.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Huginn Rafn Arnarson.pdf | 840,13 kB | Lokaður til...01.07.2044 |