is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19253

Titill: 
 • Afdrif nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar var að skoða afdrif nauðgunarmála sem tilkynnt voru lögreglu á árunum 2008 til 2012. Til að ná því markmiði var málunum fylgt eftir í gegnum réttarvörslukerfið og kannað hversu stórum hluta þeirra var vísað áfram til ríkissaksóknara og hversu stór hluti þeirra leiddi síðan til ákæru. Niðurstöður dómstóla í málunum voru einnig skoðaðar, sérstaklega þær ástæður sem leiddu til sýknu. Auk þess var skoðað hversu algeng þessi brot eru og af hverju sum kynferðisbrot eru aldrei kærð til lögreglu.
  Rannsóknin leiddi í ljós að aðeins lítill hluti þeirra sem leita sér aðstoðar vegna nauðgunar tilkynna lögreglu um brotið og eru kynferðisbrot því að öllum líkindum algengari hér á landi en opinberar tölur gefa til kynna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru í meginatriðum þær að aðeins hluti þeirra nauðgunarmála sem tilkynnt voru lögreglu á rannsóknartímabilinu var vísað áfram til ríkissaksóknara og enn færri mál fóru fyrir dómstóla. Þar lauk málunum svo ýmist með sýknu eða sakfellingu. Það lága hlutfall sakfellinga sem er áberandi í málaflokknum skýrist aftur á móti ekki af því að sönnunarkröfurnar séu svo strangar heldur hversu erfið sönnunarstaðan er í kynferðisbrotamálum.
  Að lokum var fjallað um kröfuna um fleiri sakfellingar í kynferðisbrotamálum og umræðuna um málaflokkinn sem hefur oft og tíðum verið neikvæð. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að almenningur beri traust til réttarkerfisins en því markmiði verður meðal annars náð með því að gefa skýringar á verklagi ákæruvaldsins og annarri upplýsandi og faglegri umfjöllun.

Samþykkt: 
 • 2.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afdrif nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu.pdf571.8 kBLokaður til...16.05.2024HeildartextiPDF