is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19254

Titill: 
 • Afleiðingar og áhrif af ólögmætri gengistryggingu lánssamninga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með dómum Hæstaréttar Íslands þann 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010 var komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að tengja fjárskuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiða þar sem slík verðtrygging væri í andstöðu við ákvæði laga nr. 38/2001. Í kjölfarið reis upp réttarágreiningur sem hefur enn þann dag í dag ekki verið að fullu til lykta leiddur. Ritgerðin fjallar um þær afleiðingar og áhrif sem orðið hafa í kjölfar þess að gengistryggðir lánssamningar hafa verið dæmdir ólögmætir.
  Tilgangur ritgerðarinnar er að bregða ljósi á þær lagalegu breytingar sem áttu sér stað í kjölfar dóma Hæstaréttar Íslands um ólögmæti gengistryggingar og draga saman hver áhrifin hafa verið á stöðu lántakenda. Farið er yfir framkvæmd við endurútreikninga lánveitenda á lánssamningum, helstu lagabreytingar liðinna ára og leitast við að svara því með hvaða hætti uppgjöri gengistryggðra lánssamninga hefur verið háttað. Í ritgerðinni er jafnframt fjallað um afleiðingar og áhrif af ólögmætri gengistryggingu lánssamninga og til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að auka vernd lántakenda, t.d. með rýmri endurupptökuheimildum og flýtimeðferðum dómsmála.
  Í ritgerðinni er einnig fjallað um hugsanlegt ólögmæti verðtryggingar og nýlega þróun á sviði verðtryggingar. Farið er yfir löggjöf á sviði neytendalána og innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins. Höfundur veltir einnig upp hugsanlegum afleiðingum af ólögmæti verðtryggingar að hluta eða heild og hvort að endurútreikningar gengistryggðra lána geti veitt leiðarvísi kæmi til endurútreikninga verðtryggðra lána.
  Endurútreikningar gengistryggðra lánssamninga hafa tekið mun lengri tíma en reiknað var með í upphafi með tilheyrandi óþægindum fyrir lántaka. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að á ákveðnum sviðum hafi breytingar á löggjöf ekki nýst sem skyldi til aukinnar verndar fyrir lántakenda og á öðrum sviðum virðist hafa verið gripið of seint til aðgerða.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with the consequences of illegal loan agreements that were connected to exchange rate of foreign currency but such agreements have been found by the Supreme Court of Iceland to be in violation of Act no. 38/2001 on interests and indexation. According to Article 13 and Article 14 of the Act it is not allowed to connect loan agreements with foreign currency in a way that was popular in Iceland in the years leading up the financial crisis in the fall of 2008.
  The purpose of the thesis was to examine the actions taken by the Icelandic Parliament as the legislature as well as the actions of lenders regarding recalculation of the loan agreements. The legislation is studied to define what kind of protection it provides debtors that were parties to illegal loan agreements and how the changes in legislation have affected debtors.
  The thesis also deals with index loans but index loans are very common in Iceland. Recently the legality of such index loans has been disputed and advisory opinions from the EFTA-court regarding the implementation of directives are pending. The thesis provides a short layout of possible consequences would the EFTA-court or the Supreme Court of Iceland come to the conclusion that index loans would also be in opposition of the law.
  The findings of the research are that recalculations have taken much longer time that was expected with associated inconveniences for borrowers. The conclusions of the research are that a great part of the legislation passed in recent years has not benefited the debtor in a way that was hoped. In the end the main results are summarised.

Samþykkt: 
 • 2.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð_Anna Björg Guðjónsdóttir.pdf553.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna