is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19255

Titill: 
  • Skaðabótaábyrgð vegna gjaldþrotaskipta á grundvelli ólögmætra gengistryggðra lána
  • Titill er á ensku Liability in association with insolvency due to unlawful foreign-denominated loans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritsmíð er leitast við að varpa sem skýrustu ljósi á lagareglur sem gilda um skaðabótaábyrgð vegna gjaldþrotaskipta sem rekja má til ólögmætra gengistryggðra lána. Efnið er afmarkað við réttarstöðu fyrrum hluthafa í einkahlutafélagi, sem tekið var til gjaldþrotaskipta á grundvelli árangurslauss fjárnáms vegna vanskila á ólögmætu gengistryggðu láni, og hugsanlega skaðabótaábyrgð lánardrottins sem krafðist gjaldþrotaskiptanna. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að gera grein fyrir og túlka helstu reglur sem varða ofangreint rannsóknarefni og leitast við að svara álitaefnum sem upp koma og telja má líklegt að reyni á við þessar aðstæður. Rannsóknarefni ritsmíðarinnar er víðfeðmt og tekur til margra þátta fræðikerfis lögfræðinnar. Það er þannig uppbyggt að erfitt er að komast að einni réttri niðurstöðu þar sem nákvæm málsatvikalýsing liggur ekki fyrir. Þessari ritgerð er því ætlað að vera nokkurskonar leiðavísir um þau álitaefni sem upp geta komið við athugun á réttarstöðu hluthafa einkahlutafélags sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna gjaldþrotaskiptakröfu sem rekja má til ólögmætra gengistryggðra lána. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að mjög erfitt getur reynst að öðlast skaðabótakröfu á hendur lánardrottni vegna gjaldþrotaskiptakröfu sem skuldari telur óréttmæta. Réttarstaða hluthafa í einkahlutafélagi sem tekið var til gjaldþrotaskipta, er mjög veik gagnvart lánardrottni sem krefst gjaldþrotaskipta, þar sem hið gjaldþrota félag er skuldari í skilningi gjaldþrotaréttar og þar af leiðandi sá sem verður fyrir meintu tjóni.

Styrktaraðili: 
  • Gunni
Samþykkt: 
  • 2.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerd_hafdisnielsdottir.pdf1.47 MBLokaður til...17.08.2087HeildartextiPDF