is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19257

Titill: 
 • Efni og eðli lögreglusamþykkta og gildi þeirra sem refsiheimild
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að skýra út eðli og efni lögreglusamþykkta og kanna hvort grunnreglurnar um lögbundnar refsiheimildir og skýrleika refsiheimilda grafi að einhverju leyti undan gildi lögreglusamþykkta sem refsiheimild. Í 2. kafla er saga lögreglusamþykkta stuttlega rakin. Í 3. kafla er fjallað um heimildina til að setja lögreglusamþykktir og þau lykilhugtök sem áhrif hafa á heimildina og gildissvið lögreglusamþykkta. Þá eru gildandi lögreglusamþykktir bornar saman og ljósi varpað á frábrigði þeirra frá reglugerð um lögreglusamþykktir. Í 4. kafla er sjónum beint að lögreglusamþykkt sem refsiheimild. Í kaflanum er fjallað almennt um refsiheimildir en megin viðfangsefni kaflans er annars vegar heimild löggjafns til þess að framselja vald sitt til þess að setja refsiheimildir og hins vegar grunnreglan um skýrleika refsiheimilda.
  Niðurstöður ritgerðarinnar fjalla um hvernig þau hugtök sem afmarka lagaheimildina til þess að setja lögreglusamþykktir hafa ekki einhlíta skýringu og duga skammt til þess að takmarka efnistök þeirra. Frávik frá reglugerð um lögreglusamþykktir eru að jafnaði ekki mikið með ákveðnum undantekningum og er lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð nefnd þar sérstaklega.
  Í niðurstöðum 4. kafla er sérstaklega gerð grein fyrir því hvernig ákvæði lögreglusamþykktar um bann við reykingum á almannafæri falli að öllum líkindum utan heimildar 3. gr. laga um lögreglusamþykktir með vísan til sjónarmiða um vilja löggjafans. Þá er ályktað að í samanburði við þau ákvæði sem Hæstiréttur hefur ekki talið standast regluna um skýrleika refsiheimilda virðist 2. mgr. 3. gr. reglugerðar um lögreglusamþykktir standast illa skýrleikakröfur þó svo fyrirvari sé gerður er varðar sérgreindan óskýrleika.

 • Útdráttur er á ensku

  The Nature and Material Content of Local Ordinances on Public Order and their Penal Valitdity
  This thesis explores the nature and material content of Icelandic local ordinances on public order. The purpose is to compare the different local public order ordinances, highlight their dissimilarities and comment on issues concerning different police and municipal district division. Furthermore the thesis concludes on the local public order ordinances conformity to some constitutional conditions, specifically the rule of clarity and the restriction of penal legislative power extradition. Following a brief historical summary of legislation related to the subject, some key terms involving the ordinance’s legal authority is explained. In chapter 3 the local public order ordinance legal authority and the regulation on local public order ordinances is covered and compared to the Scandinavian countries. Finally chapter 4 discusses the penal authority of the local ordinances and constitutional conditions.
  Conclusions are made on how vague terminology in forming the legal authority is ineffective in limiting the scope of local ordinances and how deviation from the regulation of local ordinances, as a template, can cause problems and to what existent such deviation is viable.
  In relations to the constitutional issues it is found that in comparison to findings of the Supreme Court of Iceland some provisions of the regulation on local ordinances are not likely to withstand the court´s criteria if such a case would come before the court. The Icelandic penal system on the other hand reduces the chances of that coming to pass.

Samþykkt: 
 • 2.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hermann_ragnar_bjornsson.pdf1.88 MBLokaður til...25.11.2087HeildartextiPDF