is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19260

Titill: 
 • Erfingjarnir: Skylduarfur og ráðstöfunarréttur arfleifanda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvernig reglum um skylduerfðir er háttað samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 og með hvaða hætti arfleifandi getur ráðstafað eignum með erfðagjörningum án þess að brjóta gegn rétti skylduerfingja. Þá var einnig leitast við að skýra skáskiptareglu 104. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.
  Ritgerðin hefst á inngangskafla þar sem rannsóknarefni er kynnt. Í öðrum kafla er farið yfir sögulegt yfirlit erfðareglna auk þess sem grein er gerð fyrir tilgangi og markmiði erfðareglna. Í þriðja kafla eru reglur um lögerfðir kynntar sem og farið er yfir helstu reglur er varða fjármálaskipan hjóna samkvæmt hjúskaparlögum. Í fjórða kafla er farið yfir með hvaða hætti arfleifandi getur ráðstafað eignum með erfðagerningum. Í fimmta kafla er fjallað um brottfall arfs hér á landi auk þess sem horft er ti löggjafar á Norðurlöndunum. Í sjötta kafla er farið yfir helstu reglur erfðalöggjafar Norðurlandanna með sérstaka áherslu á reglur um lögerfingja og ráðstöfunarrétt arfleifanda. Í sjöunda kafla er fjallað um skáskiptareglu 104. gr. hjúskaparlaga auk þess sem farið verður yfir skáskiptareglur Norðurlandanna. Í áttunda kafla er farið yfir tvær mögulegar túlkunarleiðir 3. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga þar sem leitast verður við að skýra 3. mgr. 104. gr. hjúskaparlaga með hliðsjón af reglu um óréttmæta auðgun og eðli máls. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman.
  Við vinnslu ritgerðarinnar var helst stuðst við sett lög, lögskýringargögn, dómaframkvæmd Hæstaréttar og fræðiskrif. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að skylduerfingjar njóta töluverðrar réttarverndar hér á landi. Arfleifanda er sniðinn þröngur stakkur hvað varðar ráðstöfunarrétt með erfðagerningum og geta skylduerfingjar vefengt slíka gerningum sé gengið á erfðarétt þeirra. Arfleifandi hefur þó mikið svigrúm til þess að ráðstafa eignum í lifanda lífi og eru þær ráðstafanir að jafnaði bindandi fyrir erfingja.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to analyze legal inheritance in Iceland and what options a testator has to dispose of properties without violating the legal right of heirs. The thesis also aims to reveal an interpretation of paragraph 3 of article 104 of the Marriage Act no. 31/1993.
  The essay begins with introductory chapters and the research content is presented. The second chapter presents a historical overview of inheritance legislation in Iceland as well as explaining the purpose and goal of inheritance legislation. The third chapter aims to introduce the basic principle of the Inheritance Act no. 8/1962 and the main rules concerning the financial structure of spouses under the Marriage Act. The fourth chapter describes what resources testator has to distribute properties among heirs. The fifth chapter describes by what ways legal heirs forfeit their right to an inheritance. The sixth chapter presents the basic principles of inheritance law of the Scandinavian countries with a special focus on legal heirs and the right to dispose of property by will. The seventh chapter discusses in detail Article 104 of the Marriage Act as well as to outline similar rules in Scandinavia. The eighth chapter presents two possible interpretation of paragraph 3 of Article 104 of the Marriage Act with regard to the unwritten rule of unfair enrichment and natural law. In the ninth chapter the main results of the thesis are summarized and conclusions drawn.
  The thesis was mainly based on legislation, Supreme Court case law and academic writings. The conclusion is that legal heirs have a strong right in the Inheritance Act. Therefore testators can only arrange for disposal of property postmortem within a tight scope. However, the rules are more flexible if property is disposed of inter vivos.

Samþykkt: 
 • 2.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Rúnarsdóttir.pdf865.79 kBLokaður til...03.05.2030PDF