Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19261
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á það hvenær viðsemjandi getur slitið gagnkvæmum samningi í kjölfar gjaldþrots skuldara. Um gagnkvæma samninga við gjaldþrotaskipti gilda ákvæði XV. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 (gþl.). Í upphafi ritgerðar er í stuttu máli farið yfir sögu kaflans og rökin fyrir reglum hans. Jafnframt er farið yfir gildissvið kaflans og þar með hvenær samningar falla þar undir. Í þriðja kafla er fjallað um heimild þrotabús samkvæmt 1. mgr. 91. gr. gþl. til þess að ganga inn í gagnkvæma samninga þrotamanns og undantekningar þar á sem leitt geta til þess að viðsemjandi losni undan samningum. Einnig er fjallað um hlutverk skiptastjóra við ákvörðunartöku um framhald samninganna og réttaráhrif þess ef þrotabú nýtir heimild sína til þess að ganga inn í þá. Í fjórða kafla er vikið að ákvæði 93. gr. gþl. sem er meginviðfangsefni ritgerðar þessarar en það kveður á um rétt viðsemjanda til þess að slíta gagnkvæmum samningi í þremur tilvikum. Í fyrsta lagi þegar þrotabú nýtir ekki heimild sína samkvæmt 1. mgr. 91. gr. gþl., í öðru lagi þegar þrotabú leggur ekki fram tryggingu innan hæfilegs frests og í þriðja lagi ef þrotabú hefði öðlast riftunarrétt ef ekki hefði komið til gjaldþrotaskipta. Farið er yfir það hvað felst í hverju tilviki fyrir sig og hvenær viðsemjandi getur slitið samningi á grundvelli þeirra. Í fimmta kafla er farið yfir þær sérreglur sem gilda um leigusamninga, ráðningarsamninga og samninga um önnur varanleg réttarsambönd og hvort og þá hvaða áhrif þær hafa á rétt viðsemjanda til þess að losna undan þeim.
The subject of this thesis is to investigate when the other party can terminate a mutual agreement following the bankruptcy of a debtor. The provisions of Chapter XV of the Bankruptcy Act No. 21/1991 apply to mutual agreements in the event of bankruptcy. At the beginning of the thesis there is a brief discussion of the history of this chapter and the reasoning behind its rules. There is also a discussion of the scope of the chapter, including when agreements are covered by its provisions. In the third section there is a discussion of the authority of a bankruptcy estate under Article 91 (1) to become party to mutual agreements of a bankrupt and exceptions to this which may result in the other party’s terminating the agreement. The thesis also investigates the role of the trustee in bankruptcy in making a decision on the continuation of agreements and the legal effect if the bankruptcy estate exercises its authority to become party to the agreements. The fourth section turns to the provisions of Article 93 of the Bankruptcy Act which form the main topic of this thesis. This discusses the right of the other party to terminate a mutual agreement if one of three events occurs. Firstly, when a bankruptcy estate does not exercise its right under Article 91 (1); secondly when a bankruptcy estate does not provide security within reasonable time; and thirdly if a bankruptcy estate would have been entitled to rescission had the bankruptcy not occurred. It is examined what each event involves and when the other party can terminate the agreement on the basis of such events. The fifth section examines the special rules which apply to lease agreements, employment agreements and agreements on other permanent legal relationships and whether and in which case what effect these rules have on the other party's ability to terminate the agreements.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML Ritgerð_Sandra Steinarsdóttir.pdf | 435.53 kB | Locked Until...2134/05/01 | Complete Text |