is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19264

Titill: 
  • Skipulagsmál og sjókvíaeldi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þau áhrif sem skortur á skipulagi á haf– og strandsvæðum hefur á aðila sem þar eru með starfsemi eða búsetu. Hér er farið yfir gildandi löggjöf og leyfisveitingar í sjókvíeldi og þeim lýst með tilliti til skipulagsmála. Leitast er við að svara því hvernig hægt sé að bæta gildandi réttarkerfi og einfalda og samræma stjórnsýslu. Þegar netlögum sleppir er ekki til staðar skilgreint skipulagsvald á íslenskum strandsvæðum. Lögsaga sveitarfélaga nær til netlaga. Þá tekur við hafsvæði sem er á forræði ríkisins en nýting strandsvæðisins nær oft mun lengra en netlög. Utan þessarar línu er ekkert skilgreint skipulagsvald og öll stjórnun og ákvarðanataka er á forræði margra stofnana og ráðuneyta. Af því leiðir að stjórnun þessa svæðis verður óskilvirk og heildaryfirsýn lítil. Við skoðun lagaumhverfis gildandi löggjafar og alþjóðlegra samninga sem skuldbinda Ísland og hafa áhrif á löggjöf á haf- og standsvæðum er niðurstaðan að skortur er á heildstæðri löggjöf á haf- og strandsvæðum. Þá þarf að samræma stjórnsýslu milli stofnana sem veita leyfi fyrir ýmiskonar starfsemi. Við framkvæmd leyfisveitinga er niðurstaðan að einfalda þarf leyfisveitingar og bæta stöðu framkvæmdaaðila við umsóknir. Sérstaklega var skoðað hvernig Norðmenn, Færeyingar og Skotar haga sínu skipulagi og hvernig Norðmenn haga sínum leyfisveitingum við skipulag á sjókvíaeldi. Nauðsynlegt er að marka stefnu fyrir haf- og strandsvæði hérlendis, hvað á að nýta/vernda og hvernig og skoða með hvaða hætti gildandi kerfi er í stakk búið að leysa úr hagsmunaárekstrum. Við lagasetninguna og leyfisveitingar er mikilvægt að unnið sé í samvinnu við hagsmunaaðila á viðkomandi strandsvæði. Í skipulagsferlinu þarf að virða rétt hagsmunaaðila og almennings og að hlutaðeigandi eigi kost á að gera athugasemdir við fyrirhugaða starfsemi. Að lokum eru gerðar tillögur til úrbóta á gildandi rétti, sem ætlað er að tryggja að nægilegt tillit sé tekið til þeirra ólíku hagsmuna sem í húfi eru á þessum svæðum ásamt því að tryggja samkvæmni í afgreiðslu einstakra mála.

Samþykkt: 
  • 2.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skipulagsmal og sjokviaeldi 16.5.pdf2.43 MBLokaður til...21.05.2020PDF