is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19265

Titill: 
 • Starfsemi rekstrarfélaga verðbréfasjóða með hliðsjón af kröfum um aðskilnað og óhæði
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rekstrarfélögum verðbréfasjóða er lögum samkvæmt skylt að vera óháð í störfum sínum og ætíð hafa hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi. Þessi skylda hefur verið lögfest í 15. gr. laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011, að því er varðar aðskilnað reksturs og vörslu og óhæði. Þessu til viðbótar er gerð krafa um skýran aðskilnað á milli reksturs og vörslu sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Hér verður reynt að varpa ljósi á hvernig rekstrarfélögum ber að haga starfsemi sinni með hliðsjón af framangreindum kröfum um aðskilnað og óhæði. Við skoðun á álitaefninu verður löggjöf Evrópusambandsins á þessu sviði einkum höfð til hliðsjónar.
  Rekstrarfélög hafa ákveðna sérstöðu á meðal fjármálafyrirtækja að því leyti að móðurfélag félagsins er í flestum tilvikum annað fjármálafyrirtæki sem annast jafnframt vörslu eigna verðbréfasjóðs. Auk þess útvistar rekstrarfélag að jafnaði stórum hluta að rekstri verðbréfasjóðs til vörslufyrirtækisins. Sökum þessara tengsla er ljóst að hagsmunaárekstrar geta komið upp við margvíslegar aðstæður án fullnægjandi aðskilnaðar á milli reksturs og vörslu.
  Í fyrri hluta umfjöllunarinnar verða uppbygging og skipulag á starfsemi rekstrarfélaga skoðuð. Þar verður ítarlega fjallað um almennar skipulagskröfur rekstrarfélaga, aðskilnað einstakra starfssviða, útvistun verkefna og innra eftirlit. Í seinni hluta umfjöllunarinnar verður rætt um skipan stjórnar rekstrarfélags þar sem fyrst verður gerð grein fyrir þeim hæfisskilyrðum sem rekstraraðilar sjóða um sameiginlega fjárfestingu þurfa uppfylla. Sérstök áhersla verður þó lögð á umfjöllun um reglur um óhæði stjórnarmanna samkvæmt 15. gr. laga nr. 128/2011. Í því sambandi verður einnig litið til löggjafar Norðurlandanna og skoðað hvernig umrætt ákvæði hefur verið innleitt þar.
  Markmiðið er að í lok þessarar ritgerðar hafi verið dregin upp skýr mynd af því hvernig haga skuli innra skipulagi og skipun stjórnar rekstrarfélaga með hliðsjón af framangreindum kröfum.

 • Útdráttur er á ensku

  UCITS management companies are by law obligated to act independently and solely in the interest of the unit-holders according to article 15 regarding separation of management and depositary and independence, of Act No. 128/2011, on undertakings for collective investment in transferable securities, investment funds and professional investor funds. For management company to ensure requisite degree of independence a clear separation of tasks and function between the depositary and the management company is also legally required. The thesis aims to shed on light on how the management company should conduct its activities with regard to above-mentioned requirements as it relates to separation and independence. Throughout the thesis the relevant EU legislation in the field will also be examined.
  Management companies have a special position among financial institutions to the extent that its parent company is in most cases another financial institutions, which also operates as a depositary for the mutual fund. In addition many tasks of the operation of the UCITS are also outsourced to that depositary. Due to the nature of these relationships it is clear that conflicts of interest can arise in many circumstances without adequate separation.
  The first part of the thesis will discuss the structure and organisation of the operation of the UCITS tasks where the main focus will be placed on general requirements on procedures and organisation, chinese walls, outsourcing of the management company´s tasks and internal control mechanisms. The second part of the thesis will discuss the structure and composition of the management company board where the main emphasis will be on the rules relating to independent directors according to article 15 of Act No. 128/2011. At the end of this thesis the goal is to have established a clear picture of the operation of the UCITS management tasks with regard to separation and independence.

Samþykkt: 
 • 2.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerð_lokaskil.pdf2.36 MBLokaður til...12.05.2060HeildartextiPDF