is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19266

Titill: 
  • Réttur til skaðabóta fyrir gæsluvarðhald að ósekju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er leitast við að svara því hver skilyrði skaðabótaréttar fyrir gæsluvarðhald eru samkvæmt 228. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og hvernig skilyrðin hafa þróast í tímans rás. Til þess að varpa ljósi á þetta er farið yfir sögulega þróun íslenskra lagaákvæða sem efnið varða allt frá þjóðveldisöld til dagsins í dag. Þá eru raktar helstu reglur skaðabótaréttar sem máli skipta fyrir viðfangsefnið, auk þess sem farið er yfir laga- og dómaframkvæmd Danmerkur og Noregs. Þá er farið yfir efni mannréttindasáttmála Evrópu og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Loks er íslensk dómaframkvæmd skoðuð með ítarlegum hætti allt frá árinu 1897 þegar fyrsti dómurinn um skaðabótarétt sakbornings fyrir setu í gæsluvarðhaldi leit dagsins ljós.
    Við skoðun þessa kom í ljós að skilyrði fyrir skaðabótarétti vegna gæsluvarðhalds hafa breyst umtalsvert í tímans rás með þeim hætti að aukið hefur verið við réttindi sakborninga til þess að krefjast skaðabóta. Í dag eru skilyrðin með þeim hætti að sakborningur skuli eiga rétt til skaðabóta fyrir setu í gæsluvarðhaldi hafi mál gegn honum verið fellt niður eða endað með sýknudómi og telja megi að hann hafi ekki sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu með háttsemi sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to answer what the conditions are for compensation for detention under Article 228 of Act No. 88/2008 and how those conditions have changed and developed over time. In order to shed light on the subject the historical development of Icelandic law is examined from the period of the Icelandic commonwealth until today. The principles of law regarding financial damage are observed, as well as the case law and enforcement in Denmark and Norway. The European Convention on Human rights is also examined and the case law of the European Court of Human Rights. Finally the Icelandic case law from the year 1897, when the first ruling regarding compensation for detention was published, until today is looked at in close detail.
    This examination revealed that the criteria of compensation for detention has changed significantly over time in a way that has strenghtened the rights of defendants to claim compensation for damages. Today the conditions for compensation are such that a remand prisoner is entitled to compensation for custody if a case against him has been dropped or terminated by acquitting and he himself has not caused or contributed to the remand ruling with his behaviour.

Samþykkt: 
  • 2.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - FINALprent.pdf776,43 kBLokaður til...14.05.2050HeildartextiPDF