is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19267

Titill: 
 • Gerðarmenn - skipun, hlutverk og hæfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginumfjöllunarefni ritgerðar þessarar eru gerðarmenn, skipun þeirra, hlutverk og hæfi. Gerðarmenn eru mikilvægur hluti gerðarmeðferðar og sagt hefur verið að gerðarmeðferð geti aðeins orðið jafn góð og gerðarmennirnir sem að henni koma. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að svara hverjar skyldur og hlutverk gerðarmanna eru, hæfisskilyrði og hvenær þeir þurfa að upplýsa um atriði sem skert geta hæfi þeirra. Hins vegar er kastljósinu beint að Íslandi og leitað svara við því hvernig þessar skyldur birtast okkur í framkvæmd hér á landi og hvort og þá hvaða áhrif smæð þjóðarinnar hafi á sjálfstæði og óhlutdrægni gerðarmanna. Í upphafi er fjallað um gerðarmeðferð almennt og í kjölfarið skoðað hvernig gerðarmenn eru skipaðir. Aðilar hafa aðkomu að skipun gerðarmanna en á sama tíma ber þeim að vera sjálfstæðir og óhlutdrægir í störfum sínum. Af þessum sökum eiga gerðarmenn að upplýsa um hvaðeina sem gefur tilefni til að efast um hæfi þeirra. Ýmsar aðrar skyldur hvíla á gerðarmönnum en þeir eiga meðal annars að að beita sér fyrir því að niðurstöðu þeirra verði hægt að fullnusta fyrir dómstólum.
  Á Íslandi gilda lög um samningsbundna gerðardóma frá 1989 en gerðarmeðferð er þó lítið notuð við úrlausn ágreiningsmála og hafa íslensku gerðardómslögin, ólíkt nágrannaríkjum Íslands og UNCITRAL lagafyrirmyndinni, ekki verið endurskoðuð frá setningu þeirra. Höfundur er þeirrar skoðunar að réttaróvissa ríkir um margt í lögunum og að endurskoðunar þeirra sé þörf. Á Íslandi, eins og víðast hvar, gildir sú regla að gerðarmenn eigi að vera sjálfstæðir og óhlutdrægir í störfum sínum. Þrátt fyrir að Ísland sé kunningjasamfélag þar sem allir þekkja alla skapast sjaldan vandamál tengdum hæfi gerðarmanna heldur virðist vandamálið frekar snúa að því að erfitt er að finna faglega hæfa einstaklinga til að sinna starfi gerðarmanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is the appointment, duties, independence and impartiality of arbitrators. Arbitrators are an important part to any arbitration, and a common saying is that arbitration is only as good as its arbitrators. The main purpose of the thesis is therefore to provide insight into the role of arbitrators and whether this role causes any complications in a small society like Iceland. The thesis starts with an introductory chapter on arbitration which is then followed by a discussion about the appointment process. Parties often nominate arbitrators. At the same time, they are required to be independent and impartial. An arbitrator therefore has the duty to disclose anything that might give rise to justifiable doubts about his independence and impartiality. Arbitrators have various other duties; they should for example strive towards rendering an enforceable award.
  The Act on contractual arbitration provides a framework for arbitral proceedings in Iceland. However, arbitration is not a common method for dispute resolution in Iceland. Moreover, unlike its neighbour states and the UNCITRAL Model Law, the Icelandic Act has not been revised since it came into force in 1989. This leads to some legal uncertainty and a revision of the Act is therefore overdue. Arbitrators in Iceland have the duty to remain independent and impartial. Even though Iceland is a small society where everybody knows everybody, independence and impartiality of arbitrators does not seem to be a problem. Rather, the problem seems to be the lack of technically specified individuals that qualify as arbitrators.

Samþykkt: 
 • 2.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LenaMjollMarkusdottir_ML.pdf823.28 kBLokaður til...16.05.2134HeildartextiPDF