is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19269

Titill: 
 • Rétturinn til að gleymast og til afmáunar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um þær reglur sem gilda um afmáun persónuupplýsinga á netinu í drögum framkvæmdastjórnar ESB að reglugerð um vernd persónuupplýsinga og frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, frá 2012. Markmiðið er að gera úttekt á réttinum til að gleymast og til afmáunar í 17. gr. reglugerðardraganna, helstu álitaefnum um inntak hans og hverjir beri ábyrgð á framkvæmd hans.
  Í upphafi er farið yfir helstu nýmæli í endurskoðaðri persónuverndarlöggjöf ESB. Fjallað er um núgildandi persónuvernarlöggjöf og alþjóðlegar reglur sem þýðingu hafa. Því næst er ítarleg umfjöllun um réttinn til að gleymast og til afmáunar og þær breytingar sem gerðar voru á 17. gr. reglugerðardraganna í meðförum Evrópuþingsins í mars 2014. Fjallað er um grundvallarréttindi sem skarast við réttinn til að gleymast og til afmáunar og undanþágur frá gildissviði laganna. Loks er sjónum beint að ábyrgð notenda, þjónustuveitenda og milligönguaðila, með áherslu á samfélagsmiðla og leitarvélar.
  Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að 17. gr. reglugerðardraga framkvæmdastjórnarinnar, og samspil þess ákvæðis við 19. gr. um andmælarétt, felur í sér aukinn rétt fyrir hinn skráða. Eigendur samfélagsmiðla teljast ábyrgðaraðilar þar sem þeir ákveða tilgang og vinnslu persónuupplýsinga. Hins vegar er ekki ljóst hvort réttur til afmáunar tekur til einstaklinga á samfélagsmiðlum eða hvort svokölluð heimilishaldsundantekning á þá við. Bent er á að varhugavert sé að stjórnendur samfélagsmiðla og leitarvélafyrirtækja fari með ritskoðunarvald í samfélaginu og að slíkt fyrirkomulag geti leitt til óeðlilegrar íhlutunar í tjáningarfrelsi. Loks er niðurstaðan sú að með úrskurði Evrópudómstólsins í máli C-131/12 frá 13. maí 2014, þess efnis að fyrirtæki sem reka leitarvélar á netinu teljist ábyrgðaraðilar, geti rétturinn til að gleymast og til afmáunar falið í sér skilvirkan rétt til að hindra aðgang að persónuupplýsingum eða fá þeim varanlega eytt af netinu.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses the rules on erasing personal data from the Internet which are set forth by the European Commission in its 2012 legislative proposal for a Regulation on the Protection of Individuals with regard to the Processing of Personal Data and on the Free Movement of such Data. The object of the thesis is to examine the right to be forgotten and to erasure which is stated in Article 17 of the draft regulation. The beginning of the thesis explains the pioneering aspects of the European Union's revised legal framework on personal data. There is an extensive treatment of the right to be forgotten and to erasure, including amendments which the European Parliament made to Article 17 of the proposed Regulation. The final focus is on the responsibility of users, service providers and intermediaries, with a particular emphasis on social media and search engines.
  The main findings of the thesis are that Article 17 of the draft regulation incorporates extended rights for individuals. Furthermore, Article 19 strengthens the rights of data subjects with an extended right to object. Operators of social networking services are considered to be data controllers, since they determine the purposes and means of the processing of personal data. However, it remains unclear whether individual users of social networking services are also data controllers or whether they are entitled to the so called „household exemption“. The final conclusion is that following the judgment of the Court of Justice of the European Union in Case C-131/12 from 13 May 2014, where an internet search engine provider was considered to be a data controller in relation to search returns, the right to be forgotten and to erasure can provide for an effective right to block or erase personal data permanently off the internet.

Samþykkt: 
 • 3.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_RITGERD_Heiddis_Lilja_Magnusdottir.pdf882.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna