is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19271

Titill: 
  • Vafasamar umsóknir um hæli á grundvelli flóttamannahugtaksins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um umsóknir um hæli á grundvelli flóttamannahugtaksins. Leitast er við að skýra hvað þurfi til að vafasamar umsóknir verði samþykktar og hvaða reglur það eru sem stjórnvöldum ber að framfylgja. Á þeim grundvelli er svo leitast við að svara hversu málefnaleg opinber umræða um hælisleitendur er.
    Ef umsókn fellur ekki undir Dyflinnarreglugerðina tekur stjórnvald umsókn til meðferðar eftir framlagningu hjá lögreglu og rannsakar hvort að skilyrði flóttamannahugtaksins teljist uppfyllt. Við matið er litið til almennra og aðgengilegra gagna. Önnur gögn sem eru persónulegs eða sérstaks eðlis ber umsækjanda sjálfum að afla. Takist það ekki er stjórnvaldinu heimilt að synja umsókn ef um er að ræða gögn sem eru mikilvæg fyrir niðurstöðu málsins og umsækjanda hefur verið leiðbeint um að svo sé. Þau sjónarmið sem stjórnvöld hafa við matið eru af margvíslegum toga. Í ljósi þess að meta þarf hvert tilvik sérstaklega eru engar sérstakar reglur hvað það varðar. Stjórnvald leggur heildarmat á þær upplýsingar sem liggja fyrir að rannsókn lokinni og ber þær saman við skilyrði flóttamannahugtaksins. Niðurstaðan gefur til kynna að í vafamálum veltur það á hælisumsækjanda sjálfum að sýna fram á þau atriði sem stjórnvald er í vafa um.
    Til að komast að niðurstöðu er tekið mið af innlendum lögum, reglugerðum, alþjóðlegum samningum og lögskýringargögnum. Ákvarðanir og úrskurðir stjórnvalda eru ekki opinber gögn í þessum málaflokki. Af þeim sökum er leitast við að greina dómaframkvæmd til að bera saman hvaða sjónarmið stjórnvöld leggja til grundvallar við matið. Þá er innlendur fréttaflutningur um hælismál lagður til grundvallar um opinbera umfjöllun til að sýna fram á hvernig einhliða umfjöllun getur verið ómálefnaleg á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vafasamar umsóknir um hæli.pdf1.27 MBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF