is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19272

Titill: 
  • Upplýsingaskylda fjarskiptafyrirtækja við rannsókn sakamála
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er upplýsingaskylda fjarskiptafyrirtækja við rannsókn sakamála, en skylda þessi byggist annars vegar á 80. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og hins vegar 2. ml. 7. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Samkvæmt 80. gr. laga nr. 88/2008 er heimilt að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að veita upplýsingar um símtöl eða önnur fjarskipti við tiltekinn síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatæki. Upplýsingarnar varða tengingar fjarskiptatækja án þess að aðgangur sé veittur að efni samskiptanna. Eina efnisskilyrðið fyrir beitingu ákvæðisins er að upplýsingarnar geti skipt miklu fyrir rannsókn máls, en skilyrðin eru töluvert strangari í norskum og dönskum rétti. Ástæðan fyrir því er að hérlendis er verndargildi slíkra upplýsinga álitið takmarkað í ljósi þess að í úrræðinu felst minna inngrip í friðhelgi einkalífs en á sér til dæmis stað við hlustun síma, sem réttlæti vægari skilyrði. Tók höfundur undir þau sjónarmið. Lögregla aflar á grundvelli 80. gr. aðallega upplýsinga um dag- og tímasetningar símtala og/eða SMS-sendinga í gegnum síma sem skráðir eru hérlendis. Lögregla getur einnig krafist upplýsinga um staðsetningu farsíma á þeim tíma sem símtal átti sér stað og upplýsinga um tiltekin fjarskipti í gegnum tölvur. Aftur á móti getur lögregla ekki aflað upplýsinga um alla fjarskiptaumferð á ákveðnum stað yfir tiltekið tímabil þar sem slíkar kröfur rúmast að mati Hæstaréttar ekki innan orðalags 80. gr. Sérstök lagaheimild er hins vegar fyrir slíkri upplýsingagjöf í dönskum rétti. Fyrrnefnt ákvæði fjarskiptalaga kom einnig til skoðunar, en á grundvelli þess getur lögregla krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um eiganda símanúmers og/eða IP-tölu án undangengins dómsúrskurðar. Ákvæðið sætti töluverðri gagnrýni og þótti ganga of nærri rétti borgaranna til friðhelgi einkalífs. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingaskyldan sé þess eðlis, að slík skerðing á friðhelgi einkalífs sé heimil með lagaheimild, sbr. 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to examine the legal obligations on telecommunication companies to provide police with information relating to telecommunications during a criminal investigation. These obligations are twofold and are based on Article 80 of the Criminal Procedure Act no 88/2008 and par. 7, Article 47 of the Telecommunications Act no 81/2003. The main focus of the thesis is to shed light on Article 80 of Act 88/2008. According to the article the police can obtain information on connections of telecommunication devices without obtaining information about the content of the communication. The only requirement set out in Act no 88/2008 for obtaining information according to Article 80 is that the information is of importance to the police investigation. The requirements are stricter in Denmark and Norway. The application of Article 80 of Act 88/2008 is however thought to have an insignificant restriction on the right to privacy compared e.g. to telephone tapping, justifying less strict requirements. Police authorities generally obtain information relating to the date and time of phone calls from a specific telephone, but also information regarding the call location and in some cases computer telecommunications. According to the Supreme Court case law, the police can however not obtain information about all phone calls placed in a certain area over a period of time. Such information is obtainable in Denmark according to a special provision in the Danish Criminal Procedure Act. According to par. 7, Article 47 of the Telecommunications Act, the police can obtain information from telecommunication companies regarding the owner of a phone number or an IP-address without a court verdict. This obligation was criticized but the conclusion in the thesis is that the obligation is in accordance with the constitutions’ provisions regarding the restriction of the right to privacy.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð FINAL.pdf782.54 kBLokaður til...11.11.2038HeildartextiPDF