is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19273

Titill: 
  • Um trúfrelsi í lýðræðislegum ríkjum og hina pólitísku frjálslyndisstefnu John Rawls
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar í megindráttum um aðstæður, þar sem trúarsjónarmið strangtrúaðra einstaklinga og sjónarmið af lýðræðislegum toga hafa vegist á. Er ritgerðinni ætlað að svara þeirri spurningu, hvort brúa megi bilið á milli trúarsjónarmiða strangtrúaðra einstaklinga og hins lýðræðislega fyrirkomulags, á grundvelli hinnar pólitísku frjálslyndisstefnu John Rawls?
    Í þeim tilgangi að leita svara við ofangreindri spurningu, var fjallað um sex tiltölulega nýlega dóma frá Mannréttindadómstól Evrópu, sem allir, með einum eða öðrum hætti, snerta á 9. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um hugsana-, samvisku- og trúfrelsi. Fjallað var um aðstæður og málsatvik úr þeim dómum, í þeim tilgangi að sýna fram á raunveruleg vandamál, sem geta risið á milli sjónarmiða strangtrúaðra einstaklinga og almennra lýðræðislegra sjónarmiða. Voru aðstæður og atvik úr þeim dómum borin undir hina pólitísku frjálslyndisstefnu Rawls, með það markmið í huga, að leiða í ljós, hvort kenning Rawls gæti fært fram raunhæfa lausn á viðfangsefni ritgerðarinnar.
    Niðurstaðan var sú, að þar sem strangtrúaðir einstaklingar teljast ekki sanngjarnir í skilningi Rawls, þá geta þeir ekki fallist á lögmál sanngjarnrar samvinnu og komið sér saman um tiltekin málefni á ólíkum forsendum. Er ástæðan sú, að trúarkenningar og trúarsannfæring strangtrúaðra einstaklinga veitir lítið sem ekkkert svigrúm til málamiðlana, sem stundum getur reynst nauðsynlegt að beita í lýðræðislegu ríki. Með þessa niðurstöðu í huga, var litið til annarra sjónarmiða og lausna. Var í þeim efnum leitað á fornar slóðir á Íslandi þegar kristnitakan fór fram og sú ákvörðun Þorgeirs Ljósvetningargoða, að heimila heiðnum mönnum að blóta á laun, var „heimfærð“ upp á nútímalegar aðstæður. Er niðurstaðan sú, að strangtrúuðum einstaklingum eigi að vera heimilt að fara eftir sínum eigin „ósveigjanlegu“ trúarkenningum, svo lengi sem slíkt brýtur ekki gegn allsherjarreglu eða grunnstoðum hins lýðræðislega fyrirkomulags.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ml ritgerð - Um trúfrelsi í lýðræðislegum ríkjum og hina pólitísku frjálslyndisstefnu John Rawls.pdf1.24 MBLokaður til...17.05.2022HeildartextiPDF